Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1900, Síða 14

Sameiningin - 01.05.1900, Síða 14
46 Landnám þetta er í Municipality of Stanley, Manitoba, rétt fyrir noröan landamerkjalínu Bandaríkjanna — norör af Cavalier County. það eru ekki fullar 20 mílur norðvestr frá Walhalla, N.-Dak., inn til íslenzku byggðarinnar, og álíka langt er hún í suðr frá Morden, Man. Byggðin hófst, sem íslenzk byggð, síðastliðið vor. Og nú mun vera þar nálægt 30 ísl. landnemum. Áðr höfðu Mennonítar dvalið á þeim stöðvum, og eru all-margir þeirra þar enn. Byggðin hefir enn ekkert sérstakt ákveðið nafn og ekkert pósthús. Fá byggðarmenn bréf sín ýmist til Morden, eða á pósthús sunnan ,,línunnar“ í Cavalier Co., sem Numedahl heitir. Flestir landnemarnir eru héðan úr Dakota-byggðunum. Auk þeirra, sem numið hafa þar land, eru nokkrir nú að kaupa þar bújarðir. Föstudaginn 6. Apríl ók eg að heiman og inn til byggð- arinnar. Dvaldi eg hjá fornvini mínum Jóni Sigfússyni. Daginn eftir fór eg talsvert um byggðina og hitti að máli göm- ul sóknarbörn mín. Veðr var hið blíðasta og slarkfœrt um sveitina, þótt vegir sé enn engir. Á pálmasunnudag hafði eg guðsþjónustu í húsi, er Mennonítar eiga oghagnýta fyrir bœna- hús og til skólahalds. Flestir byggðarmanna sóttu þangað. Við þá guðsþjónustu gengu um 20 manns til altaris. Eftir messu skaut eg á fundi með mönnum. Var samþykkt, að mynda söfnuð, og gengu í hann alls 79 manns. Var söfnuðr- inn nefndr ,,Hinn ev. lút. Guðbrandssöfnuðr“, og er hann heitinn eftir Guðbrandi þorlákssyni Hólabiskupi, þeim manni, er hin lúterska kirkja íslands hefir átt einna á- gætastan. Treysti eg fyllilega, að eins og hann gaf þjóð vorri fyrstr manna biblíuna í íslenzkri þýðing, þannig geymi þessi söfnuðr allt guðs opinberaða orð hinum íslenzku afkom- endum.—Lög fyrir söfnuðinn voru þá samþykkt, sömuleiðis grundvallarlög kirkjufélagsins, og mér falið að sœkja um inn- göngu í kirkjufélagið fyrir hönd safnaðarins. í safnaðarstjórn, sem kosin var, urðu þessir menn : Jón Sigfússon, þorsteinn J. Gíslason, Sigfús S. Bergmann, þórðr Árnason og Tómas Jóhannesson. Allt þetta verk gekk svo greiðlega og ánœgju- lega, að fágætt má teljast. Fundrinn stóð yfir um klukku- stund.—Enda hefir í nýlendu þessa tlutt sannkristið myndar-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.