Sameiningin - 01.05.1902, Page 4
36
En fáein frœkorn, fjólufrœ, sóleygjarfrœ og aörar skógar-
blóma-tegundir, kváöu þaö upp í heyranda hljóði, að hvað
sem öllum vísindum liöi væri þau um þaö fullviss — heilbrigö
skynsemi sagði þeim það—, að í hinu forgengilega hismi lík-
ama þeirra væri fólginn vísir lífstilveru, er fyrir þeim lægi
eftir dauðann. Þeim var reyndar að sjálfsögðu það ofvaxið,
að gjöra nákvæmlega grein fyrir eðli þessa nýja lífs eða því, á
hvern hátt þau ætti að lifna aftr við eftir rotnanina. Það allt
var þeim ekki full-ljóst. En þau höfðu vafalaust, óskeikan-
legt hugboð um hreinna loft, bjartara ljós, sælla líf, sem þeim
væri fyrirbúið. Og þeim var óhugsanlegt, að það hugboð
reyndist tál. Þau trúðu á tilveru hluta, sem auga þeirra ekki
hafði enn séð og eyra þeirra ekki enn neitt heyrt til.
,,Þetta er ekki annað en fagr draumr án nokkurs veru-
leika“—sögðu vitringarnir, glottandi. ,,Þessar œstu ímynd-
anir geta dugað yðr, einfeldningunum. Vér, sem upplýsing
höfum fengið, viljurn ekki af ásettu ráði svifta yðr þessum
heilaspuna, úr því hann virðist vera yðr til ánœgju. En vér,
hin stóru sólarblómsfrœ—vér vitum, hvers virði slíkir draum-
órar eru, og viljum vera lausir við þá. Það má sanna, að
ekkert, sem í oss er, lifir eftir eyðing líkamans, og þetta líf
vort hér á eingöngu rót sína að rekja til jarðneskra efna, sem
runnið hafa saman uin stund, en eiga svo fyrir sér að leysast
sundr aftr innan skamms. Trú yðar er heimska. “
Frœkornin litlu trúuðu, sem alls ekki létu hina vantrúuðu
vitringa telja sér hughvarf, höfðu félagskap sín á milli til þess
að minna hvert annað á hina sameiginlegu von þeirra. Og
til svo mikillar huggunar urðu þeim félagsfundir þeirra, að
mörg þeirra þráöu jafnvel þá stund, er garðyrkjumaörinn
kœmi til þess að taka þau og gróðrsetja þau í jörðinni.
Loks upprann sá dagr frœkornunum öllum. Húsbóndi
þeirra kom, og þau urðu að láta flytja sig burt úr húsnæðinu
notalega í kössunum og sökkva sér niðríkalda og hráslagafulla
moldina í garði einum stórum. En hin litlu fjólufrœ og
sóleygjarfrœ kenndu ekki neins kvíða, er þau voru látin niðr í
hálf-opna leirgröfina. Hin sæla von, sem hjá þeim var innan
brjósts, hélthuga þeirra uppi,og þau sögðu hvert við annað,er