Sameiningin - 01.05.1902, Síða 9
4i
mannsins. Vér fáum ekki án guös verið. Oss er ekki nóg
aS eiga trúna á þessu lægsta stigi, þar sem hún er aö eins til-
trú eins manns til annars. Oss er hún aS öllu leyti ónóg,
ekki sízt vegna þesss, aS hún dregr oss svo oft á tálar, af því
mennirnir, sem vér trúum, eru alla vega breyskir og ófull-
komnir.
Flestir menn hafa einhverja guSstrú. Hún er á ýmsu
stigi og lendir oft út í villu og allskonar hjátrú og heimsku,
eins og trúarbrögS heiðingjanna bera áþreifanlegan vott um.
Samt skoða ffestir þau sem fálm mannsandans eftir hinurn
sanna guöi. Og þeirri skoSun heldr postulinn Páll fram,
þegar hann talar viö grísku spekingana á Areópagus.
MaSrinn leitar eftir guSi og guS leitar eftir manninum,
þvf í honum lifum, hrœrumst og erum vér. GuS leitast viS
aö kenna manninum aS þekkja sig. Og trúarþörf mannsins
knýr hann á staS í leit eftir þessari guösþekking. Þar sem
hin siSferSislega alvara í þessari leit er nógu mikil til þess
leitin sé einlæg leit, þar sem manninum finnst öll velferS und-
ir því komin aö hann finni, þar fær hinn sanni guö sett sig í
samband viö sálir mannanna og gefiö þeim sjálfan sig til
kynna.
A meöal fornþjóöanna átti þetta sér staS hjá Israelsþjóö
um fram allar aörar. Vér fáum ekki skýrt það á neinn'ann-
an hátt, að guð útvelr sér þá þjóð um fram aðrar. Alvaran
í leitinni eftir honum, þörfin í sálunum eftir hinu eina áreið-
anlega, hefir þar hlotið að vera meiri en hjá öSrum þjóðum
og öll þau skilyrði, sem nauðsynleg voru til þess að þekking-
in á sönnum guSi gæti fram komiö meSal mannanna og öölazt
ákveðna mynd. Enda sannar saga Israels þetta, þegar vér
berum hana saman við sögu annarra fornþjóða. Samvizku-
hlið mannsandans er þar betr vakandi en með nokkurri ann-
arri þjóð. En vakandi samvizka er nauðsynlegr jarðvegr fyr-
ir guðlega opinbernn. Einungis í þeim siöferðislega jarðvegi
fær blóm hinnar sönnu guðstrúar vaxið og þroskazt.
Þess vegna er líka einungis ein opinberun til og ein sönn
og áreiðanleg opinberunar-trúarbrögö. Hin önnur trúar-
brögð, er fram hafa komið meðal mannanna, bera það með