Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1902, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.05.1902, Blaðsíða 12
44 feinu sinni að ganga, en lærir það smátt og smátt. AöalatriS- iö í guSstrú Israelsmanna var trúin á guð sem föSur. Hann leiöir barniö sitt viö hönd sér. Hann kennir því aö ganga. Hann gleymir því aldrei. Eins og faðir hegnir óþekkum syni, þegar hann er óhlýðinn, hegnir drottinn lýS sínum, þeg- ar hann breytir á móti vilja hans. En hann er líka náðugr og góör og fljótr til aö fyrirgefa. Hans vilja verör aö verða framgengt í öllu. ÞaS hefir blessun í för meö sér fyrir soninn aö breyta eftir honum, en ólán og volæði aS virða hann vett- ugi. ÞaS er fásinna aö ætla sér að fara í kring um hann eöa beita nokkrum kœnskubrögðum. Fööuraugað sér þaö allt, og það verör aö engu. Faöirinn er óumrœðilega vandlátr og kröfur hans háar. En hann er líka réttlátr og gjörir sér eng- an mannamun. Og ef sonrinn er einlægr og faðirinn verör var viö einlæga viöleitni hjá honum, þá fyrirgefr hann breysk- leikann, því hann breytir ekki viö soninn eftir verðleikum, heldr samkvæmt fööurkærleika sínum. Þetta er nú í fáeinum dráttum guöstrú gamla testamentis- ins. Það er trú barnsáranna og unglingsáranna. Öll saga ísraelsmanna miðar til þess að koma þessari guöstrú inn í hjörtu þjóðarinnar. Drottinn lét þá fá margfalda og marg- endrtekna reynslu fyrir öllu þessu. Á þessum grundvelli birtist svo í fyllingu tímans hin full- komnari opinberun nýja testamentis tíðarinnar. Jesús Kristr kemr fram á sjónarsvið sögunnar til að koma mönnunum enn betr f skilning um föðurkærleik drottins. Hann var maðr að öllu leyti eins og vér. En hann hafði verið hjá föðurnum frá eilífð og var ímynd hans veru ; hver sem sá hann, hafði líka séð föðurinn. Hann hverfr aftr til föðursins, því hann og faðirinn eru eitt. Hann hefir stofnað andans ríki hér á jörð- unni í hjörtum allra þeirra, sem á hann trúa. Hann er höfuð þess ríkis og konungr og allr heimrinn er lagðr undir veldi hans. Því hann er sjálfr guð. Hver sem trúir á hann, trúir líka á föðurinn. Og hann opinberaði mönnunum kærleika sinn með því, að hann lét son sinn eingetinn ganga í dauðann til að draga þá til sín. Og hann sýndi mönnunum, hvernig synir þeir ætti að vera og gæti verið, ef þeir elskuðu föSur- J

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.