Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.05.1902, Qupperneq 15

Sameiningin - 01.05.1902, Qupperneq 15
4? og allra kynslóða. Þau eru líka sjálfsögö alin, sem vér eigum að mæla trú vora með og leiðrétta hana eftir. Orð þeirra gjöra mynd mannkynsfrelsarans og kærleika vors himneska föður lifandi í sálurn vorum fyrir þann anda, sem í þeim býr. En vér skulum ávallt rnuna eftir því, að kristileg trú er ekki í því fólgin, að hafa nú fyrir satt jafnvel það, sem í nýja testamentinu stendr. Hún er annað og miklu meira en það. Enginn verðr sáluhólpinn fyrir það. Eg get vel hugsað mér mann, sem aldrei hefir efazt um neitt, sem í biblíunni stendr, hvorki í garnla né í nýja testamentinu — aldrei hefir fundið neinn efa vakna í hjarta sínu út af neinu atriði trúarinnar, og samt sem áðr hefir ekki sáluhjálplega trú í hjarta sínu, vegna þess hann hefir aldrei komizt í lífssamband við frelsara sinn og aldrei öðlazt neina trúarlega reynslu. Eða þó hann hafi komizt það einhvern tíma á æfinni, t. d. þegar hann var barn, hefir látið það deyja út, af því hann hefir ekki rœkt trú sína og ekki hirt um það, sem er aðalatriðið fyrir hvern mann, að halda innra rnanni sínum vakandi, ákalla drottin, og vera sísnertandi faldinn klæða hans. Og eg get vel hugsað mér annan mann, sem hefir efazt um mikið og margt og enga djörfung hefir til að segja, að hann trúi þessu eða hinu, en hefir samt sem áðr lifandi og bjargfasta trú í sálu sinni á frelsara mannanna, sem ef til vill getr gjört trú annarra manna til minnkunar. Að trúa kristilega er því að standa í lífssambandi trúar- innar við frelsarann og láta vilja hans og hugsanir fá vald yfir hjarta sínu og lífi. Til að rœkja þessa trú höfurn vér náðar- ineðu’in og auk þeirra bœnina, sem er lífæð hinnar sáluhjálp- legu trúar. ---------------------- Undir sérstakt próf í íslenzkum frœðum gengu seint í Apríl (21.—23.) átta af ungmennuin þeim, sem séra Friðrik J. Bergmann í nafni kirkjufélags vors hefir í vetr í Wesley College hér í Winnipeg veitt tilsögn í þeim námsgreinum. Fleiri úr þeim hópi gátu af ýmsurn ástœðum ekki tekið þátt í því prófi. Ein ástœðan og hún hin helzta sú, að sum ung- rnennin voru áðr hætt skólagöngu sinni þetta ár og komin heirn til sín.—Prófið var eingöngu skrifiegt. Skólamáls- nefnd kirkjufélagsins fól tveim mönnum (hr. Sigtrygg Jónas- syni og séra Jóni Bjarnasyni) að tiltaka verkefni fyrir prófið, og það gjörðu þeir. Var og svo til ætlazt, að sömu menn væri líka prófdómendr, en annar þeirra (hinn fyrrnefndi) var fjarverandi þá, og komu í hans stað þeir herra Magnús Paul-

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.