Sameiningin - 01.12.1902, Side 7
og rómversk-kaþólsku prestar, munkar og pílagrímar komist í
ófriö. Þannig safnast þjónar páfans og áhangendr Múha-
meös saman á afmæli Krists í Betlehem, fœðingarstaö hans,
— en því miðr er þar ekkert, sem minnir á sannkristilegt
jólahald — á staðnum, þar sem frelsarinn fœddist ölluin
mönnum.
Drottinn kallar.
1‘i'édikiin eftir séra lljiirn B. Jönsson.
(Flntt í Fyrstu lút. kirkju í Winnipeg, 21. Sept. 1902, og birt hér
eftir áskoran frá ritstjóra ,,Sam. “)
Texti: I. SamUelsbók. 3. kap.
(Meginmál og niSrlag frá síðasta blaði.)
Þegar eg lít í kring um mig og hugsa um ástand mann-
anna á jörðinni, dylst mér ekki, að ástandið er víða nú engu
hetra en hjá Gyðingum á dögum Elí. ,,Orð guðs er sjald-
gæft“ víða, víða. Fáfrœði, villa og volæði yfirgnæfir í
mörgum löndum. Jafnvel hjá oss kristnum mönnum fer margt
afvega ; kirkjan sjálf er víða í niðrlæging sökum synda með-
lima hennar og misbrúkunar á embættum hennar hjá starfs-
mönnunum að dœmi þeirra Hofní og Píneasar, Elt-sona.
,,Guðs orð er sjaldgæft“ nú eins og þá. Og þó er drottinn
ávallt að kalla, alveg eins og hann kallaði á Samúel. En
því miðr heyra svo fáir með sömu heyrn og Samúel ; svo
dauðans fáir svara, þegar drottinn kallar, og segja: ,,Tala
þú, drottinn, því þjónn þinn heyrir. “ Guði sé þó lof:
nokkrir heyra og hlýða; já, tiltölulega fleiri en nokkru sinni
áðr fylgja dœtni Samúels, þcgar drottinn kallar. 1 heilögum
krafti hins sjálfsafneitanda kærleika fer heill skari kristinna
votta út um heiminn víðsvegar til að prédika réttlætið og
hjálpræðið í Jesú Kristi, og lengra inn í villumyrkrið en
nokkru sinni áðr voga þessar guös hetjur sér með ljós sann-
leikans. Með heilagri gleði má öll kristnin lofsyngja yfir
árangri kristniboðsins á yfirstandandi tíð. En þ'ó vantar
mikið á, að vér kristnir menn gjörum skyldu vora, þessa
oeðstti skyldu, að verða við hinni síðustu áskoran vors bless-