Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1903, Side 2

Sameiningin - 01.04.1903, Side 2
l8 4. Líknar-nœgö þú ljómar af — líkn aö hylja mína sekt; elsku þinnar opna haf, íklæð hreinleik hjartans nekt. Herra, þú ert lífsins lind, lát mig þyrstan bergja’ af þér; þvo burt minnar sálar synd, svala þú um eilífö mér. Vísindalegar mótsagnir. í fyrra flutti dr. Frederic Delitzsch, hálærðr Þjóöverji og og meðal annars frægr fyrir lærdóm sinn í Assýríu-frœði, fyrir- lestr í Berlin frammi fyrir Vilhjálmi Þýzkalandskeisara og fjölda annarra stórmenna um ,,Babel og biblíuna“. Um þann fyrirlestr var ákaflega mikið rœtt og ritað á eftir. Þar komu fram mjög sterk mótmæli gegn guðlegum innblæstri gamla testamentisins, og voru þau mótmæli, komandi frá svo viðrkenndum vísindamanni, hið mesta fagnaðarefni áhang- endum hinnar vantrúuðu biblíu-, ,kritíkar“, en kristinni trú hins vegar til hneykslunar. Höfundr fyrirlestrs þess hefir löngu áðr verið kunnr fyrir skynsemistrúarstefnu sína, þar sem faðir hans aftr á móti, dr. Franz Delitzsch (t 1890), var jafnt frægr fyrir lærdóm sinn og fastheldni sína við trúna á Jesúm Krist og biblíuna sem guðs orð. Nú aftr í byrjan þessa árs fékk Frederic Delitzsch áskoran frá keisaranum til að flytja annan fyrirlestr í höfuðstað Þýzkalands um sama efni, og það gjörði hann. En þetta síðara erindi hans gekk enn lengra í vantrúaráttina en hið fyrra. Og þótti keisara, sem er trúaðr kristinn maðr, en þó í þeim efnum mjög frjálslyndr, það keyra fram úr öllu hófi. Og hann gat ekki á sér setið með að koma sjálfr opinberlega frarn meö mótmæli gegn þessum vísindalegu og vantrúuðu kenningar- öfgum. Mergrinn málsins í þessum nýja fyrirlestri hins þýzka prófessors er það, að gamla testamentið hafi enga opinberan inni að halda snertandi Jesúm sem hinn fyrirheitna Messías,

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.