Sameiningin - 01.04.1903, Side 9
25
Hann vitnar um sjálfan sig og segir það hiklaust, aö
hann sé guö, og fyrir þau orð sín lét hann líf sitt; því þetta
var hið eina, sem óvinir hans gátu fundið honum til saka.
Hann hefir og talað mörg þau orð, sem ekkert gildi hafa
nema því að eins, að guðdómlegt vald standi bak við þau.
Hvernig gæti t. d. nokkur dauðlegr maðr, sem ef til vill væri
að eins lítið fullkomnari en eg eða þú, talað önnur eins orð
og þessi: ,,Komið til mín, allir þér, sem erviðið og þunga
eruð hlaðnir; eg mun veita yðr hvíld“ (Matt. n, 28)? Eða
þessi: ,, Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því
og gjörið allar þjóðirnar að lærisveinum, skírandi þá til nafns
föðursins og sonarins og hins heilaga anda. Og sjá, eg em
með yðr alla daga, allt til enda veraldarinnar“ (Matt. 28,
19)? Slík orð sem þessi hlyti í munni sérhvers dauðlegs manns
að vera, ef ekki lygi, þá að minnsta lcosti meiningarlaust
skrum. það er að eins guð, sem svona getr talað. Þá má
og minna á hin eftirtektarverðu orð Jesú í Jóhannesar guð-
spjalli, 14. kap.: ,,Trúið á guð og trúið á mig. “ Hér heimt-
ar hann skilyrðislaust tilbeiðslu vora, og væri slíkt óhugsan-
legt, ef hann hefði ekki verið sér þess meðvitandi, að han'n
var sannr guð, jafnframt því að hann var sannr maðr.
Þannig fáum vér þá af orðum Jesú, svo framarlega sem
þau eru sönn, órækan vitnisburð um guðdóm hans. En nú
get eg búizt við því, að efinn vakni, sem er svo ríkr í brjóst-
um margra. Eg get búizt við því, að þeir segi sem svo:
Mér er eigi nóg að vita það, að Jesús hafi talað þau orð, sem
óhjákvæmilega hljóta að leiða til trúarinnar á guðdóm hans;
eg þarf einnig að fá vissu fyrir því, að hann hafi sagt satt.
En hvar get eg fengið þá vissu? Hvar get eg fengið óyggjandi
vissu fyrir sannsögli Jesú?— Áðr en eg svara þeirri spurning vil
eg taka það fram, að hafi Jesús eigi sagt satt, þegar hann
vitnaði um sjálfan sig, þá getr að eins verið um tvennt að
rœða. Annaðhvort hefir Jesús sagt annað um sig og köllun
sína en hann vissi satt vera, eða hann hefir sjálfr verið blekktr
af iangri ímyndun og þess vegna sagt annað en satt var. í
fyrra tilfellinu hefði Jesús verið svikari og lygari, sem enginn
gæti borið virðing fyrir, en í síðara tilfellinu ringltrúarmaðn