Sameiningin - 01.04.1903, Side 13
29
þyrstr vegfarandi drekkr af hinni fyrstu svalalind, sem verör
á vegi hans, flý eg til Jesú. Fyrir friöþæging hans og frelsandi
náö öölast eg svo gjöf heilags anda, og frœkorn nýs lífs verðr
gróörsett í hjarta mínu. Þetta köllum vér endrfœðing. En
með því að endrfœðingin er eingöngu verk heilags anda, þá
er hún í innsta eðli sínu óskiljanlegt kraftaverk. En þegar
frœkorn hins nýja lífs er fyrir skírnina gróðrsett í hjarta mínu,
þá er það á minu valdi að hlúa að því, og það gjöri eg, þegar
eg hafna lífinu eftir holdinu, en keppi stöðugt fram á helgun-
arvegi. Það gjöri eg, þegar eg hefi ávallt fyrir augum hina
háleitu köllun, sem Jesús hefir fengið öllum lærisveinum sín-
um, þar sem hann segir: ,,Þér eruð salt jarðarinnar; þér er-
uð ljós heimsins ; borg, sem stendr uppi á fjalli, fær eigi dul-
izt“ (Matt. 5, 13—14). En kraftinn til þessa öðlast eg fyrir
bœnarsamfélagið við guð, sem Jesú vegna er orðinn mér ást-
ríkr faðir. Gláms-augun grúfa þá eigi framar yfir mér, og í
stað hræðslunnar og óttans, er eg áðr ksnndi, ríkir nú í hjarta
mínu gleði og friðr, sá friðr, sem Jesús talar um, þegar hann í
hinni guðdómlegu skilnaðarrœðu sinni segir við lærisveina
sfna : ,,Minn frið gef eg yðr; ekki eins og heimrinn gefr gef
eg yðr. Hjarta yðar skelfist eigi né hræðist. “
Með því, sem hér að framan er sagt, hefi eg viljað leiða
rök að þvf, hvers vegna eg trúi á Jesúm Krist. Hvort þessi
rök hafa verið fullnœgjandi fyrir þig, lesari góðr, það veit eg
ekki. En það veit eg, að guði er enginn hlutr ómáttugr, og
þá ekki heldr það, að láta þessi orð mín, sem f vanmætti eru
fram borin, verða tll þess að kalla á einhvern. Og ef svo
skyldi verða, þá vil eg gefa guði einum dýrðina. En það vona
eg, og þess vildi eg óska, að þau hafi nœgt til þess að sann-
fœra þig um það, að það stendr engan veginn á sama, hvort
þú trúir á guðdóm Jesú Krists eða ekki,— það stendr engan
veginn á sama, hvort þú heldr aðhyllist hann eða hafnar
honum.
Einhver hin eftirtektarverðustu orð, sem um Jesúm hafa
verið töluð, eru orð öldungsins Símeons, þegar hann í must-
erinu sagði við Maríu, móður Jesú: ,,Sjá, þessi er settr til
íalls og til viðreisnar mörgum í ísrael, og til tákns, sem móti
verðr mælt. “ Þú getr, ef til vill, látið þér standa á sama um
sfðari hluta þessa spádóms, en um fyrrihluta hans er allt öðru
máli að gegna. Þér getr ekki dulizt það, að svo framarlega
sem orð Jesú: ,,Eg em vegrinn, sannleikrinn og lífið; enginn
kemr til föðursins nema fyrir mig“ eru sannleikr, þá er sá
hluti spádómsins líka sannr. Jesús verðr þér þá annaðhvort