Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1903, Síða 14

Sameiningin - 01.04.1903, Síða 14
30 til falls eöa viðreisnar; en hvort heldur hann verör, þaS er á þínu valdi. Hin mikla barátta milli trúar og vantrúar, sem nú á tímum er háS, meS jafnvel enn meiri ákafa en nokkru sinni áSr, er áþreifanlegt tákn þess, aö augu manna eru aS opnast fyrir því, aS þeir geta ekki gengiö afskiftalaust fram hjá Jesú Kristi, heldr hljóta aö mynda sér ákveöna skoSun um hann, og samkvæmt henni skipa sér í flokk annaöhvort meö vinum hans eSa óvinum. En í hvorum flokknum ætlar þú aö vera ? Ef þér finnst, aS þú meS þeim rökum, sem þú hefir fyrir hendi, meS engu móti getir trúaö á Jesúm Krist og guö- dóm hans, þá gakktu, kæri vinr, leiöar þinnar eins og svo margir, sem hér í lífi algjörlega gleymdu Jesú. Vera má, aö þú finnir ekki, hvílíkt slys og fár þú hefir bakaS þér meS vali þínu, meöan lífssól þín skín í heiSi og heimslániS brosir viS þér. En þegar hamingjan hefir snúiö bakinu viö þér og . vonarsól þín er döprum skýjum hulin, þá vekti þaö ekki undrun mína, þó að þú fyndir sárt til þess, hversu lífiS er þungbært án Jesú og teldir þá stund sælasta, er guös andi legöi þér aftr orS bœnarinnar á varir, svo aö þú gætir beöiö meö sálmaskáldinu : ,,Ó, gjör oss börn, og gef oss aftr jólin, hin glööu jól, meS helgri barnatrú ; um miSja nótt þá rennr signuö sólin; ó, sólar herra, ásján til vor snú ! Þín jólaljós, þó jarönesk hverfi sólin, í Jesú nafni skíni til vor nú“.*) Guö gæfi, aö sú stund mætti renna sem fyrst upp í lífi þínu, aö þér auönaöist aS sjá Jesúm eins og hann er, sjá dýrS hans, dýrö sem hins eingetna föSursins. En þú, sem á hinn bóginn trúir á Jesúm Krist og guSdóm hans, og því skipar þér í flokk meö vinum hans, vertu sannr flokksmaSr. Láttu hvorki hleypidóma heimsins né ótta fyrir mönnum hræSa þig frá aS þjóna honum opinberlega og helga honum alla þína krafta. Vertu ekki í flokki þeirra, sem aö eins aS nafninu eru kristnir, sem ekki hafa þor til þess aö afneita honum opinber- lega, en ekki heldr þrek til aö fylgja honum eftir. GjörSu ekkert annaS aS markmiöi lífs þíns en þetta eina, aö elska Jesúm og lifa fyrir hann; og því betr sem þér tekst aö leiöa lífsstraumana frá Jesú inn í gjörvallt líf þitt, því betr munt þú reyna meS Páli postula, aö þú þarft ekki aö fyrirverSa þig fyrir Krists fagnaSarerindi, því aö þaö er kraftr guös til sálu- hjálpar sérhverjum, sem trúir. *) Í3r jólanætr-ljóÐum séra Matt. Jokkumssonar frá 1890.—,,Sam." VI, 2.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.