Lífið - 01.01.1938, Page 46
LÍFIÐ
44
bygging á sviði andans og siðferðisins, þýðingar-
meiri en hin, vegna þess, að án hennar (þessarar
endurbyggingar) verður hin endurbyggingin ekki
framkvæmd að heldur.
Það er hugsun, sem beinist að sjálfsafneitun, al-
vara, göfuglyndi, örlæti, sem fæst að eins, þegar
byrjað er á því að færa fórnir hins sanna lífs, en
ekki með því, að vera átvagl í skjóli þess, að ekki
sé hætta á matvælaskorti. Maður lærir að vera ör-
látur og göfugur gagnvart öðrum, einungis þegar
maður gengur í berhögg við allar hættur og býður
öllum byrginn. Þetta er, segi eg, það einkenni full-
komnunar og hækkunar manlegs þroska, sem á að
vera leiðbeining í endurbyggingu siðgæðislegri og
andlegri á landi voru, sem er, í þessu tilliti, meiri
eyðileggingu undirorpið en jafnvel borgirnar hér á
Spáni, af völdum ítalskra og þýskra sprengjuflug-
véla í her Francos. Alt þetta, sem viðgengst hér á
Spáni nú, er, að mestu leyti — ef maður leggur á
sig að athuga viss sálfræðileg grundvallaratriði og
vissa þróun á sviði siðgæðis, hvað snertir skoðun
spanskrar alþýðu — hatri og ótta að kenna. Það er
ótti við byltingu, sem var ekki til, sem átti sér enga
stoð í neinum veruleika, sem æsti óvini vora til
virkrar uppreisnar, sem framkallaði nákvæmlega
þá umturnun, er þeir vildu hindra. Það er hatur —
hið hræðilega pólitíska hatur — næstum enn hræði-
legra en hatur trúarbrgaðanna, sem er skilgetið
systkini hins stjórnarfarslega haturs, sem hefir
hleypt öllu í bál hér á Spáni, ásamt ósegjanlegri
eyðileggingu andlegra og líkamlegra verðmæta,