Lífið - 01.01.1938, Page 48
LÍFIÐ
46
friðar. Það má aldrei ske, að vér villumst af hinni
sönnu mannlegu braut kærleikans á refilstigi hat-
urs og blóðugrar hefndar. Óttinn og hatrið hafa
leitt ógæfu yfir Spán. Þau eru verstu ráðgjafar,
sem hægt er að fylgja, af þeim, sem taka að sér að
annast um málefni þjóðarinnar og eiga að hugsa
um velferð hennar. Ótti veldur heimskupörum,
veiklar og truflar ímyndunaraflið og veldur fráleit-
um athöfnum, sem ella væru óhugsanlegar. Hatrið
æsir og tryllir og leiðir til blóðsúthellinga. Nei.
Hinn göfugi Spánverji veit hvernig hann á að að-
greina hinn seka frá hinum ofsótta, hinn óseka frá
þeim, sem yfirsjónin er að kenna og sem afvega-
leiðslunni olli. Þessi aðgreining er ágæt, því vér
munum venjast þessari hugmynd. — Hún er eins
róttæk, eins og hún er göfug — og hún er sterk.
— Alt, nema framkvæmd þessarar kærleiksríku
hugmyndar, er óafsakanlegt. Yfir 24 miljónir
Spánverja, sem nú eru hér á landi, og þeir, af þeim,
sem lifa, er þessum hildarleik lýkur, verða ávalt,
ásamt þeim, sem bætast við á ókomnum öldum, að
vera sameinaðir í því, að byggja upp siðmentað
þjóðfélag, sem þeir svo treysta æ betur og betur.
Þeir verða, af skiljanlegri nauðsyn, að finna sig
knúða til heildar-starfs, í stað þröngsýnnar einstak-
lings-hyggju — ávalt. Þjóðin, í hverrar nafni vér nú
berjumst, og fyrir hverrar endurbótar-kynjun (la
regeneración), sem er nákvæmlega gagnstæð úr-
kynjun, siðgæðislegri og andlegri, er eg legg sér-
staklega áherslu á í þessari ræðu minni hér í dag:
er ekki þannig grundvölluð, né getur sá grundvöll-