Lífið - 01.01.1938, Page 141
139
LIFIÐ
þá að prýðis mönnum, ef það er gert í tíma, en
ekki í ótíma.
Hér á landi er alt til, sem með þarf af ytri mögu-
Jeikum, og auk þessa nokkrir kennarar, hér á landi,
sem að meira og minna leyti eru búnir að kynna
sér meðferð vandræðabarna erlendis, og gætu vel
veitt forstöðu slíkum stofnunum, til að byrja með
í það minsta undir leiðbeiningu og hjálp okkar
ágætu sérfræðinga í uppeldisvísindum. — Um til-
högun vandræðabarnaskóla má m. a. benda á prýð-
is ritgerð eftir hr. Hafliða Sæmundsson, kennara, í
dagblaðinu Vísi, 23. sept. til 10. okt. 1937.
Að gera enn ekki neitt annað en að ,,snakka“
eitthvað, og koma svo bara fyrir einu og einu
barni, á eitthvert frómt og gott sveitaheimili, ef til
vill fyrir ærið gjald á mánuði, og kannske æinð
dýra ,,fylgd“ í sveitina, og fá svo barnið eða börnin
í bæinn, eftir nokkra daga, vikna eða.mánaða dvöl,
flest engu betri en þau fóru — stundum ef til vill
heldur verri; — er allra vægast sagt óþægilega
mishepnuð viðleitni til að bæta hið sorglega ástand
í þessum efnum, eða það sem maður getur eins kall-
itð: ,,Að fara úr öskunni í eldinn“. Áður en eg lýk
máli mínu vil eg nefna nokkra kosti, sem eyjar
hafa fram yfir aðra staði, sem uppeldishæli, fyrir
vandræða lýð -*
I fyrsta lagi alla þá fjölbreytni í vinnubrögðum,
sem eyjar hafa að bjóða fram yfir flesta aðra staði,
og heimafengið nýmeti, fugl, fisk, og egg o. fl. í
öðru lagi, það er öllu öðru þýðingarmeira fyrir
slíka stofnun, sem uppeldishæli, að það afmáir