Lífið - 01.01.1938, Page 142
LÍFIÐ
140
af sjálfu sér alla möguleika nemendanna, eða
sjúklinganna að geta, sem kallað er ,,strokið“ á
brott. Þeir hafa að öðru leyti ótakmarkað frelsi til
þess að njóta yndislegleika, hinnar frjálsu og fögru
náttúru, alveg sneidd þeirri kend, að misnota frí-
stundir sínar á óleyfilegan hátt.
Það er hræðilegt að sjá slíkar stofnanir og hér
um ræðir, þar sem eg dvaldi í um tíma, erlendis, inn
í miðri borginni, takmarkaðar af háum steinmúrum
eins og kring um illræmdustu hegningarhús, og í
þriðja og síðasta lagi mundi slíkt uppeldishæli í
eyjum, sem eg hefi rætt um, næstum að öllu leyti
vera laust við alt vafstur (átroðning) foreldra
og aðstandenda dvalargesta, sem eg býst við að í
flestum tilfellum væri miklu fremur til ógagns, en
ávinnings fyrir stofnunina, því að eg lít svo á, að
næstum öll afskifti foreldra og forráðamanna
slíkra nemenda, eða sem eg hef í þessari grein
líka nefnt sjúklinga, ættu að vera í samráði við for-
stöðumenn stofnunarinnar, en ekki þeirra, sem
verið er að reyna að hjálpa, en hingað til hefir það
verið svo, að uppalandinn (foreldrið) hefir í flest-
um tilfellum verið ,,hæstiréttur“ barnsins og ungl-
ingsins, — bæði viðkomandi kennurum, skólastjór-
um og öðrum þeim, sem lagt hafa fram krafta sína
til að bjarga, þeim bágstöddu, alveg án nokkurs
tillits til þess, þótt kennarar og skólastjórar hafi
undir öllum kringumstæðum nokkurt vit á uppeldi
og uppeldismálum, en forráðamenn barnanna og
unglinganna, sem hér um ræðir, flestir lítið eða