Lífið - 01.01.1938, Page 187
185
LÍFIÐ;
3. erindi.
Háttvirtu tilheyrendur!
í fyrsta og öðru erindi mínu um atvinnumál og.
atvinnuleysi æskunnar, hefi eg rætt ástandið hér
á landi, og þær aðgerðir og tilraunir, sem hér hafa
verið framkvæmdar í þeim tilgangi, að fá fundið
leiðir til lækninga á því, sem áfátt er í þeim efn-
um hjá oss. Eg tel mig hafa leitt að því skýr og
ómótmælanleg rök, að horfur í þessum málum eru
nú svo myrkar hér, að voði er fram undan ef eigi
verður hið bráðasta horfið inn á aðrar og heilla-
vænlegri brautir, og eins og eg áður hefi vikið að,
er hér ekki einungis um að ræða hóp hinna atvinnu-
lausu. Svo auðleyst er málið ekki, því miður. Hér
6r einnig um að ræða læknisaðgerð á rotinni, sjúk-
legri afstöðu mikils fjölda íslenskra karla og
kvenna, einkum hinnar yngri kynslóðar, til vinn-
unnar, til þjóðarinnar, til lífsins. Hér er um að
ræða lækningu á einni af dýpstu meinsemdum þjóð-
lífs vors, hinni sjúklegu værugirni, sem telur jafn-
vel starfið, — vinnuna, — böl, að vísu óhjákvæmi-
lugt böl, en þó böl, sem best væri að vera alveg laus
við. Þessum hugsunarhætti dugleysingjans, sem
skortir þrek til að horfast í augu við veruleikann,
sem nennir eigi að leita sér leiðar til bjargar, sem
lifir á lýgi lífsins og lokar eyrum fyrir öllu, sem
eigi er ,,skemtilegt“ og ,,hugðnæmt“, þessum skorti
ú karlmensku og þori, þessum kveifarskap, sem
sniðgengur átök, baráttu og erfiði. Þessa meinsemd
barf að skera burt. Þessum óvini á þjóðin að segja
stríð á hendur. Og allir íslendingar, sem rétt sjá og