Lífið - 01.01.1938, Page 300
LÍFIÐ
298
urinn er höggvinn, brendur og beittur, landið verð-
ur skjóllaust, næðingssamt og kalt. Fénaðurinn er
settur á beitina, en ætlað lítið fóður. Því meir, sem
skógarnir þverra, þess fastar sverfur hungurvofan
að fénaðinum. Skógarnir eru bruddir upp. Börkur-
inn af trjánum er nagaður af, grasrótin urin, land-
ið verður að flagi, það er grafið eftir rótum, féð
krafsar lausa jörðina, er klaka leysir að vorinu,
nýgræðingnum er kipt upp, er hann teygir kollinn
upp úr moldunni að vorinu.
Sum ár slampast alt af, fénaður lifir, um annað
er ekki hugsað. Stundum fellur fénaður, hestar,
sauðfé, geldneyti og mjólkurkýr.
Frásögnin um Snorra Sturluson er eftirtöku verð.
Hann hafði bú á mörgum jörðum. Harðan snjóa-
vetur féll á einni jörð hans 120 nautgripir. Það var
ekki hrópað hátt þó fénaður félli í þá daga. Þegar
fénaður féll, dó fólkið oft á eftir sem vonlegt. var.
t fornum ritum er oft talað um akra, og er það trú-
legt, að fyrstu aldirnar eftir að landið bygðist, hafi
hér verið akurrækt. Moldin var frjó, mynduð af
lauffalli um aldaraðir. Skógarnir veittu skjól,
skýldu fyrir næturfrosti og slagveðrum. Ræktunar-
skilyrðin voru þá betri, en nú. Fyrst hafa skógarn-
ir þorrið í þéttbýlum sveitum. T. d. Rangárvöllum,
Landsveit, Þjórsárdal. í öllum þessum sveitum hafa
slægjur verið litlar, en skógar miklir og þéttbýli-
Fénaðurinn hefir eyðilagt skógana og landið farið
í auðn.
Annálar segja, að árið 1314 hafi orðið svo mikið
mannfall syðra ,,í sulti“, ,,af fátæku fólki“, að 300