Lífið - 01.01.1938, Page 326
LÍFIÐ
324
Lífgun úr dauðadái.
Dauðadá er það ástand kallað, þegar menn líta
út sem dauðir væru, en líf leynist þó með þeim.
Andardráttur er hættur, púls og hjartsláttur finst
ekki lengur, hörundið er nábleikt og kalt og líkam-
inn allur máttlaus. Þrátt fyrir þessi ytri tákn dauð-
ans, geta frumur líkamans verið lifandi, en skamt
er þá milli lífs og dauða og oft ómögulegt að stað-
hæfa, hvort maðurinn er lífs eða tiðinn, nema
dauðaeinkenni, stirðnun, nálykt Og svo framvegis
séu komin í ljós.
Sé komið að manni, sem er í dauðadái, vegna
þess að hann hafi:
1. legið um stund í sjó eða vatni,
2. andað að sér eitruðu lofti,
(gasi, reyk, kolsýring og þvíl.),
3. orðið fyrir sterkum rafstraum,
4. gert tilraun til þess að hengja sig,
eða kafnað af svipuðum ástæðum, ber samstundis
að gera tilraun til þess að lífga hknn. Samkvæwt
landslögum er oss þetta skylt* og sjálfsagt álítum
* BæSi eftir hlutarins eðli og grundvallarregluin laga vorra
verður að álíta það almenna borgaraskyldu livers þess, er býðst
færi á að bjarga manni, sem er í lífskáska, að beita til þeS®
þeim meðulum, er hann fær til náð og sérstaklega skal það þvl
vera skylda livers þess, sem sér mann vera að drukna, að gel'a
tafarlaust sjálfur, eða með tilstyrk annara, sem hann kallar til
hjálpar, alt það er unt er eftir atvikum, til þess að ná mannin-
um upp úr og fá gerðar við liann lígunartilraunir þær, er bes
eiga við, og má heldur enginn, þegar svo stendur á, skorast
undan að veita þá hjálp, sem hann getur í té látið.. •
(Lög nr. 45, frá 4. ág. 1819).