Lífið - 01.01.1938, Page 355
353
LIFIÐ
nógu há til þess, að snjó festi á þeim og jöklar
myndist, en strax og vér lítum á Suður-Ameríku,
þar sem fjöllin eru hærri, sjáum vér mikla jökla,
er ná minnst 5—600 m. niður fyrir núverandi tak-
mörk þeirra, í Kolumbía, Ecuador, Peru og Bolivíu.
Vér sjáum að jöklar Nútímans háfa verið miklu
útbreiddari áður, að hálendi, sem á vorum dögum
eru alauð árið um kring, hafa verið hulin jökli, og
það samtímis, jafnt á suður og norðurhveli jarðar-
innar, austur hálfkúlunni og vestur, og síðan þetta
var, eru ekki liðin nema 800.000—900.000 ár.
Þekkingarinnar á því liðna verðum vér að afla oss
frá því, sem er. Skilninginn á eðli og háttalagi þess-
ara fornu jökla verðum vér því að rekja til nú-
tíma jöklanna. Fyrst skulum vér athuga á hvern
hátt þeir myndast. Fæðingarhreppur þeirra liggur
fyrir ofan hina svokölluðu snjólínu, þ. e. a. s. tak-
Wörkin milli þess auða og þess snævi hulda á sumr-
in. Þar uppi safnast snjórinn saman sí og æ, þó ekki
þannig, að snjór, sem þar hefir fallið, liggi þa;r að
eilífu, því ef svo væri, myndu fjöllin hækka við
hvert snjólag, sem ofan á bættist. Nýsnjórinn um-
^niyndast í jökul, sumpart með þeim hætti, að efstu
snjóalögin bráðna í sumarhitanum og vatnið sígur
niður í jökulinn og frýs þar í ís, og sumpart þann
Veg, að snjókristallarnir þrýstast saman undian
þunganum í ís. Með því að grafa í jöklana, eða at-
huga veggina í sprungum þeirra, má rekja breyt-
higarnar frá nýsnjónum efst niður í ísinn og gróf-
hornóttan jökulinn. Undan þunga sínum sígur jök-
^hinn út til randanna, undan hallanum spinnast
III. árg. 23