Lífið - 01.01.1938, Page 366
LIFIÐ
364
ins. Hann deyr svo að lokum, einmana og yfirgefinn
maður, í sannfæringunni um að hafa fundið sjálf-
an sig, sitt ytra og innra verðmæti. Hann telur sig
hafa lifað á þeim tímum, sem kröfðust persónuleika
og ræktar hans, og hann lætur sér ekki til hugar
koma annað en að hann hafi fylgt þeirri köllún,
orðið við kröfum síns tíma.
En það varð hann ekki, og enginn sér það betur
en Pontoppidan. Hann varð ekki við kröfum hans.
Ilann tók á sig syndabyrði hans og dó undir henni
í hinni sælu en geðbiluðu fullvissu um að þar með
hefði hann orðið til þess að leysa nokkuð af vanda
komandi kynslóða. Per Sidenius er barn þrjósk-
unnar og vanmáttarins í senn, sem lagði af stað með
loga mikillar snilli, en þegar hann slapp úr hönd-
um þeirra, sem ólu hann, var þessi logi ekki orðinn
annað en fölnaðar glæður, sem þrjóskan, særindin
í gömlum meiðslum blása að um sinn, en sem hann
slekkur síðan sjálfur til þess að eignast hinn ódýr-
asta frið, sem ellikvöld þessa menningarlega útlaga
gat boðið.
,,De Dödes Rige“ kemur út á árunum 1912—18.
Það er ritverk, sem mjög er örðugt áð dæma um,
stíllinn, framsétningin, byggingin, efnisvalið, með
ferð þess, alt brestótt, hnökrótt. Persónuleiki höí.
dylst á bak við myrkurtjöld angistar og listar, ótta
og voðalegra grunsemda. — Það er ,,nervösitet“
áranna fyrir 1914, sem þa'rna kemur fram, einna
gleggst í dönskum bókmenntum. Og þetta gildir að
eins formið. Hið volduga í ,,De Dödes Rige“ eru
skapferlislýsingarnar, fólkið, mennirnir; ef aðeinS