Lífið - 01.01.1938, Page 379
377
LIFIÐ'
framburð málsins og skáldamálið sjálft er auðugt
og þróttmikið og ber vitni um trúarsiði og venjur og
daglegt líf á Norðurlöndum frá forsögulegum tíma
mörg þúsund ár aftur í tímann. Einkum bera heit-
in vitni um þroskað hugsanalíf og germanska menn-
ing á löngu liðnum öldum. Ef við berum saman nöfn
vor og heiti á ýmsum hlutum og hugtökum, eins og
þau tíðkast í dag og eins og þau voru á elstu tím-
um bygðar Islands, hljótum við að dást að orða-
auðgi og hugmyndaflugi forfeðra vorra og mörgum
mun þykja auðsæ afturför í orðgnótt og kyngi máls
vors. Tökum nokkur dæmi.
Forfeður vorir og einkum skáldin kölluðu sólina
álfröðul (sbr. álfur, er merkir „hinn hvíti“, sbr.
álft og lat. lalbus), eygló (ávalt glóandi), fagra-
hvél, geisla, ifröðul (if merkir baug og ifröðull er
því sólarbaugur, sbr. ifi og ifill, sem er hauksheiti
°g ifingr, sem er höfuðdúkur eða höfuðbindi),
miftr, ljósfara, líknskin, röðul og sunnu. Tungl
Lefndu þeir ártala (sem telur árin), fengara
(grískt orð fengarion, sem þýðir tungl og ber því
vott um grísk menningaráhrif á forsögulegum tím-
um), glám (hið föla andlit, sbr. nýnorsku glaam,
Sem merkir mann með holar kinnar og starandi
au&u, mann, sem er fölur í framan), mána, mið-
Sarð, mulinn og mylinn (sem er líklega sama orð-
’h og lat. mulleus, sem þýðir „rauðleitur, purpura-
htaður“), skarm (sem er sama og sænska orðið
skárm, „bjarmi, skin“), skin, skjalg (merkir ská-
hallur, krókóttur, sbr. þýsku schielen, og á því við
^axandi eða minkandi tungl), skrám (sbr. ný-