Lífið - 01.01.1938, Page 380
LIFlÐ
378
norsku skraama, .leiftra, ljóma‘ og íslensku skrám-
leitr, afskræma), skyndi (sá, sem hraðar för sinni),
skýði (sbr. skjóða) og æki (sbr. aka). — Skýin
nefndu þeir skúrván, úrván og vindflot (eig. ,,það,
sem berst fyrir vindi“), nóttin var nefnd gríma,
myrkfara, njól (sbr. nifl, ,,þoka“), óljós, ósorg
(sá tími, er menn gleyma sorgum sínum) og svefn-
gaman.
Þannig mætti halda áfram og telja upp öll heiti
skáldanna á manni og konu, guðum, jötnum, dverg-
um, sækonungum, hetjum og þjóðhöfðingjum, á
dýrum og jurtagróðri, á vopnum og klæðaburði, á
skipum og áhöldum, á nöfnum og heitum einstakra
landshluta, á sjó og farmensku, á eldi, ís og kulda
o. s. frv. Þessi heiti voru notuð í hátíðlegu máli, í
skáldskap, en auk þeirra voru hin venjulegu orð,
er notuð voru í daglegu tali og flest lifa enn fram
á þenna dag. Flest skáldskaparheitanna eru nú
horfin úr málinu og lifa aðeins í ritum fræðimanna,
sem minningar löngu liðinna lalda, og mönnuni
myndi vafalaust þykja fátæklegt um að litast, eí
gerður væri samanburður á nöfnum og lýsinguni
nútíðarskálda vorra á t. himinhvolfinu og forn-
skálda vorra.
Eg hefi fyrir allmörgum árum áætlað orðaforða
tungu vorrar nál. 200,000 orð og má vel vei'a, að
þessi tala sje of lág. í hinni miklu orðabók SigfúsS
Blöndals munu vera um 120—130,000 orð og er þaú
öllum ljóst, að í þá orðabók vantar afarmikið, Þ°
að hún sje þrekvirki og grundvöllur sá, er síðan
tíma rannsóknir munu hvíla á. Finnur Jónsson