Lífið - 01.01.1938, Page 438
LÍFIÐ
436
Hann var sekur, eins og hinir guðhræddu litu á
það, um þann ,,galla“, að hann var sjálfum sér trúr
— lifði óflekkuðu andlegu lífi. Hann hafði lifað og
starfað fyrir þjóðina. Hún reyndist honum ótrú.
Hún endurgalt gott með illu, velgerðir, er hún hafði
veitt viðtöku, með hiatri, og þó tók þessi göfuga
sál tillit til fáfræði fólksins, afsakaði helmsku
þess, illúð og grimd, gagnvart honum sjálfum, sem
óhjákvæmilega afleiðing þeirrar spillingar — auð-
valds og kirkju — er enn hefði ekki verið upprætt
í heiminum. Hann elskaði alþýðuna af öllu hjarta,
og barðist til enda gegn yfirdrotnurum og kúguruni
hennar af öllum mætti sínum.
Vér verðum að gera oss í hugarlund hvað kirkj-
urnar og hinir trúuðu raunverulega voru í þá daga;
hvað guðfræðingarnir raunverulega hugsuðu og'
hvað fólkið hugsaði. Fáeinir áttu, þrátt fyrir lesti
og glæpi, frelsun vísa, flestir voru, hinsvegiar, þrátt
fyrir dygðir sínar fyrirfram fordæmdir — og alt
þetta þeim, sem fordæmdi, til heiðurs — en það
voru Calvinstrúarbrögðin — „sá, sem eyru hefir,
hann heyri“! — en sá, sem heila hefir, hann ma
alls ekki hugsa. Hver, sem trúir, án sannana, ei’
góður; hver sá, sem trúir, þrátt fyrir sannanir á hinu
gagnstæða, er helgur maður eða dýrlingur. AðeinS
vondi maðurinn efast, einungis guðníðingurinn neit*
ar. Þetta var bókstafstrúarkristindómur.
Thomas Paine hafði djörfung, vitsmuni °£
hjartalag til að fordæma svona viðbjóð, smekk'
leysi, tuddaskap, skömm og svívirðu. Hann gei’^1
það sem hann gat til að hrekja út úr mannshjörtun-