Lífið - 01.01.1938, Page 442
LIFIÐ
440
hann i’ó og jafnlyndi sálar sinnar. Hann var fórn
þjóðarinnar, en sannfæring hans bifaðist aldrei.
Hann var ávalt — til enda lífsins — liðsmaður í her
frelsisins, og reyndi stöðugt að upplýsa og upp-
byggja þá, er biðu þess, að hann hyrfi úr tölu hinna
lifendu. Jafnvel þeir, sem annars hötuðu ekki óvini
sína, hötuðu samt hann — þennan mikla
vin þeirra — þennan vin alls heimsins — vin af
öllu hjarta. Þann 8. júní 1809 kom dauðinn, sem
var, að kalla má, hans eini vinur!
í líkfylgd hans sást ekkert skraut, engin viðhöfn,
engin borgaraleg skrúðfylking, engin herganga,
eða heiðursvörður úr hernum við líkbörur hans. —
Ekill, kona og sonur hennar, er notið höfðu vel-
gerða hins framliðna, — ríðandi kvekari, hvers
mannúðartilfinning mátti sín meir en trúarkreddur
hans, og gangandi svertingjar tveir, þrungnir þakk-
látssemi, voru samanlagt öll líkfylgdin við greftrun
Thomas Pains.
Hann, sem þakklátssemi miljóna manna, þakkir
hershöfðingja og stjórnmálaskörunga fengið hafði,
— hann, sem vinur og leiðsögumaður hinna vitrustu
og bestu verði hafði, sem þjóðinni kent hafði frjálsri
að verða — hvers orð höfðu heri hrifið og þjóðir
upplýst, hneig loks þannig, eins og lýst hefir verið,
í skaut móður allra — jarðarinnar, moldarinnar,
þangað, sem uppruni hans — og vor allra — var.
Ef þjóð hins stóra lýðveldis (Bandaríkjanna)
gæti þekt líf þessa göfuga, riddaralega manns,
hina raunverulegu sögu þess (er auðvald og kirkja
hafa bælt niður), er hann lét henni og heiminum i