Lífið - 01.01.1938, Page 443
441
LIFIÐ
té, þjáningar hans og sigra; — ef hún vissi, hvað
hann hefir gert til þess að þvinga hina purpura-
klæddu og krýndu, presta og konunga, til þess að
gefa þjóðunum aftur frelsi sift, þ. e. gimstein sál-
arinnar — þann gimstein, er þær upprunalega áttu
— ef hún vissi, að hann er sá fyrsti, sem reit:
„trúarbrögð mannúðarinnar“ (die Religion der
Humanitát) ; — ef hún vissi, að hann, frekar öllum
öðrum, sáði og frjóvgaði, í hjörtum forfeðra hennar,
sæði sjálfstæðisins, fólkseiningarinnar, þjóðernis-
ins; þannig, að orð hans voru endursögð af helstu,
hugdjörfustu og hraustustu hetjum allra landa, þar
sem nokkur snefill af menningu fyrirfanst; ef þeir
vissu, að hann, með hreinustu aðferðum, leitaðist
við að ná göfugum, háleitum markmiðum, — að
hann var frumlegur, hreinskilinn, óskelfdur, að
hann var fullur sannleika (ekki heilags anda) og
gat í samræmi við það sagt með fullum rétti:
„Heimurinn er mitt ættland, trú mín: að gera gott“
(Die Welt ist mein Vaterland, meine Religion:
Gutes zu tun). Ef fólkið aðeins vissi um þenna,
sannleika, mundi það með orðum Andrew Jacksons
Bandaríkjaforseta, endurtaka: „Thomas Palne
þarfnast einskis minnismerkis, er af höndum sé
gert, hann hefir sjálfur reist sér minnisvarða í
hjörtum allra frelsisvina“.
(Eins og greinin ber með sér, er hún hér þýdd
úr þýsku máli. Robert G. Ingersoll var Bandaríkja-
maður. Erindið var því eðlilega upphaflega flutt á
ensku, og birtist í prentuðu safni undir fyrirsögn-
inni: „Vindication for Thomas Paine“ — vörn fyrir