Lífið - 01.01.1938, Page 543
541
LIFIÐ
Jákvæð vísindi — þegar þau eru búin að fá stað-
festingu og örugga viðurkenningu á sigurbraut
sinni um heiminn — eru, hvað aðferðir snertir, í
orðskýringum, sem um þau eru notuð, undirbygð af
einföldum staðreyndum, þ. e. uppgötvunum eðlis-
laga tilverunnar, ásamt röð af samræmandi sann-
indum, sem hægt er að birta óvéfengjanlega — þá
eru þau orðin, eða eiga að vera orðin, almennings
eign og alþjóðaleg verðmæti. Pasteur undirstrikar
þetta, þar sem hann segir: „Vísindin, þau eiga ekk-
ert föðurland“. En satt er að hann bætti við: ,,Vís-
indamaðurinn á það“. En með því vildi hann vekja
athygli á því, að vísindamaðurinn hefði rétt til að
annast um, að þjóðfélagið, í hverju hann væri fædd-
ur, nyti í heild fyrst og fremst ávaxtanna af starfi
sínu, og einnig, og fyrst og fremst, ef til vill, beri
honum að styðjast við það, sem heyrir til andlegri
þróun þeirrar stéttar eða stofnana, er stutt hafa
hann til að koma fótum fyrir sig á vísindabrautinni.
En þó Pasteur væri Frakki, og starfaði fyrst og
fremst fyrir Frakkland, var góðvMd hans, fórnfýsi
og víðfeðmi í áformum svo stórkostlega mikilvæg-
nr hlutur, að slíkt var fyllilega alþjóðalegt, í eðli
sínu, og varð því óhjákvæmilega öllum heiminum
til ómetanlegrar blessunar, enda var það svo, að
þegar hinar risavöxnu uppgötvanir Pasteurs voru
búnar að fá hagræna reynslu i heimalandinu eða
nýlendum þess — og enda jafnframt eða jafnvel
einungis erlendis voru rannsóknir gerðar að hans
undirlagi eða beinlínis af honum — réri hann að
því öllum árum, að árangur hins mikla starfs hans