Lífið - 01.01.1938, Page 616
LÍFJÐ
614
Júgóslavía sýndi mikið af listvefnaði, gólfdúk-
um o. fl.
Tékkóslóvakia sýndi listaverk: mann með spjóti,
málverk úr þjóðlífinu; einnig sýnishorn af list-
prenti, listgullmunum, og fjöldamargt annað sýndi
þetta tækniþróaða menningarríki, sem nú er búið
að svifta sjálfstæði sínu.
England virtist vilja bæta upp hina fáskrúðugu
og lélegu sýningu í sínum eigin sýningarskála með
leirvörum, postulíni, gull-,,stássi“, svo sem hring-
um. Þar voru tæki (vísindaleg) til að kanna mikið
sjávardýpi; húsgögn; rafmagnsvél; ofn, er hafði
hlotið verðlaun á þrem heimssýningum, að því er
fullyrt var; úrvalsbækur, tinvörur og all-mikið af
ýmsu skrani.
Austurríki sýndi leikföng, gullskreytta muni
(listræna mjög), kjólatau, töskur (búnar til á
heimilum), hreinlætisvörur alsk., hringar, nær-
fatnaður, lækningaáhöld í miklu úrvali, göngustaf-
ir, regnhlifar, skófatnaður, og m. fl. sást þarna.
Þetta ríki er nú, eins og mönnum er kunnugt orð-
ið, hluti hins þýska stórveldis — Austurmörk kvað
það heita ,,á la facon hitlerienne11!
Eg hefi nú lýst í 2. árgangi og þessum heims-
sýningu ýmsra þjóða — al'lra nema Frakka sjálfra
sem síðar er ætlast til að birtist. Lýsingin er, eins
og auðsætt er, upptalning, og nákvæmlega orðrétt,
eins og eg reit hana niður, er eg skoðaði það sem
sýnt var, í sýningarskálunum. Mönnum ætti að
geta orðið ljóst, að margt var sameiginlegt með
sýningum hinna ýmsu mismunandi þjóða, og a^