Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.10.1955, Side 6

Sameiningin - 01.10.1955, Side 6
28 Sameiningin komu blaðsins og markaði stefnu þess, og mun Sameiningin njóta verka hans svo lengi hún á sér aldur. Saga ritsins verður ekki rakin hér, en tvennt mun mega þakka öðru fremur á liðnum áratugum. Allt frá byrjun hefur það haldið vörð um íslenzka tungu og farið vel með málið, enda hafa ritstjórarnir verið unnendur tungunnar og vökulir um vel- ferð hennar. Nú ræða menn framtíð íslenzkunnar hér vestra og gætir vonleysis hjá mörgum og eigi að ástæðulausu. Ýmsir vilja þó spyrna við fótum og er það vel. Sameiningin hefur stóru hlutverki að gegna í þessu efni og reynist vonandi trú þeim þætti í stefnu sinni. Meginliðurinn í stefnuskrá blaðsins var þó að standa vörð um og vinna að útbreiðslu evangelisks kristindóms á grundvelli lúterskrar kirkju. Það er mjög þakkarvert, hversu djarflega leiðtogar blaðsins hafa á allan hátt leitazt við að vera stefnumiði þessu trúir. Það má ef til vill líkja fyrstu áratugunum í sögu Vestur-íslendinga við vorkomu og fylgdu mikil umrót, leysing og byltingar í andlegum málum. Sameiningin átti því snemma í baráttu, er á stund- um varð bæði hörð og óvægin. Þegar tímar liðu færðist meiri ró yfir hugi fólks og skilningur og virðing fyrir ólíkum og andstæðum skoðunum manna á meðal fór vax- andi. Sameiningin hefur átt sinn ríka þátt í að marka og móta meðferð og skipan mála innan hins íslenzk-lúterska kirkjufélags og einnig hefur blaðið haft mikil áhrif á hugi manna og skoðanir í trúmálum bæði austan hafs og vestan. Hún á og hóp góðra lesenda og velunnara víða um byggðir Islendinga. Það er því mjög skiljanlegt, að mörgum finnist nú stutt stigið í framfaraátt og ris blaðsins lækkað að mun, með því að fela mér ritstjórnina alls óreyndum og nýkomnum austan um haf. Á hinn bóginn vil ég þakka það traust, sem mér er sýnt og samtímis fagna ég þessu verkefni, því að ég sé Sameining- unni mikið starf fyrir höndum og háleitt markmið. í heiminum eru nú uppi margar raddir, sem láta í ljósi von sína um nánari samtök og samvinnu fólks, er játar Jesú Krist sem Drottinn sinn og Frelsara. Stofnun Alheims- kirkjuráðsins í Amsterdam 1948 er stærsta skrefið í þá átt og er nú sífellt unnið að málum þessum af festu og einlægni.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.