Sameiningin - 01.10.1955, Síða 7
Sameiningin
29
Hin evangeliska lúterska kirkja meðal íslendinga báðum
megin hafsins er þátttakandi í samtökum þessum. Slík
heildarsamtök verða aldrei áhrifamikil, nema einstakling-
arnir innan þeirra eigi sterka trúarvissu og þann fórnfúsa
kærleika, sem er grundvöllur einingarinnar í Kristi. Við
íslendingar höfum hér verk að vinna og einlæg von mín
er sú, að riti þessu takist að efla „sameiningu“ íslendinga
allra í málum þessum og því mun verða leitað eftir vinsemd
og stuðningi „að heiman“ og um leið reynt að gera blaðið
svo úr garði, að lesendur á íslandi sem hér vestra megi
gagn og ánægju af því hafa. Við höfum margt að læra um
starf trúbræðra okkar út um heim og það er sannfæring
mín, að nánari kynning og samvinna við aðrar kristnar
kirkjudeildir muni hafa hvetjandi áhrif á trúar- og kirkjulíf
okkar. Sameiningin mun leitast við nú sem fyrr að reynast
stefnu sinni og markmiði trú. í hverju hefti mun reynt að
birta ræður eða ritgerðir, sem auki mönnum skilning á
kristnum boðskap og hafi styrkjandi og vekjandi áhrif á
trú lesenda. Þá mun blaðið birta fræðandi greinir um ýmsa
þætti í starfsemi kirkjunnar og leitast við að auka kynn-
ingu manna og áhuga á einingarstarfi því, er nú er svo
mjög unnið að. Fréttadálkur mun væntanlega fylgja hverju
hefti og umsagnir um bækur og rit. Yfirleitt mun reynt að
gera Sameininguna svo úr garði, að hún megi halda áfram
að gegna því hlutverki, sem henni var ætlað og hún hefur
hingað til gegnt undir stjórn fyrri ritstjóra. Við munum
taka feginshendi hverju því efni, sem styðja mun þá stefnu
á einn eða annan hátt.
Ég fylgi þessu hefti úr hlaði vongóður um vinsamlegar
móttökur og vaxandi fylgi við blaðið og stefnu þess. Ég
geri mér ljósa gallana og tek með þökkum öllum sann-
gjörnum og vinsamlegum leiðbeiningum. Við leggjum
blaðinu úr höfn í von um góðan árangur þess og í bæn um
vegvísan og varðveizlu Guðs. Það er gleðin mikla, að mál-
efnið, sem blaðið berst fyrir, fagnaðarboðskapur Drottins
Jesús Krists, bifast aldrei né líður undir lok. Sá sannleikur
veiti ykkur lesendum öllum fögnuð og frið.
—Bragi Friðriksson