Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1955, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.10.1955, Blaðsíða 8
30 Sameiningin Á kirkjuþingi 1955 Eftir séra ÓLAF SKOLASON Með þessum fáu línum er ekki meiningin að gefa neina tæmandi lýsingu á sjötugasta ársþingi „Hins Evangelisk- Lúterska Kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi“, heldur hitt að láta hugann reika aftur til þessa fyrstu daga okkar hjónanna í Vesturheimi o gefna með því löngu gefið loforð. Strax á fyrstu samkomu þingfulltrúa, sem var kvöldverður, kom greinilega í ljós helzta einkenni þessa þings, en það var frábær skipulagning og hraði. Þar var engu augnabliki eytt til ónýtis, allt var fyrirfram ákveðið og sannarlega starfað í samræmi við það. Forseti Kirkjufélagsins, séra Valdimar J. Eylands, dr. theol., setti þingið með ræðu og rakti gang mála liðið starfsár og mótaði þingstörf í samræmi við einkunnarorð þau, er valin höfðu verið almælisþinginu, en þau voru: „Legg þú á djúpið“. Hann kvað mikið hafa áunnizt í kirkjulegum efnum og leit björtum augum fram á leið. Hvatti menn til starfa í hinum evangeliska anda, sem innan Kirkjufélagsins ríkti. Hann talaði um Kirkjufélagið sem 70 ára ungling, sem ætti tvo stærri bræður, sem á margan hátt styrktu það og aðstoðuðu. Þessir bræður væru The United Lutheran Church of America (ULCA) og Þjóðkirkja íslands. Kvað hann ULCA hafa styrkt Kirkjufélagið á ýmsan hátt bæði með fjárframlögum og öðru, en nú væru starfandi innan Kirkjufélagsins fjórir prestar, sem hlotið hefðu menntun og vígslu heima á íslandi. Hinir opinberu fulltrúar þessara „stóru bræðra“ voru þeir Rev. dr. Geo. Harkins og séra Ólafur Skúlason, fluttu þeir báðir kveðjur og erindi, og afhentí fulltrúi þjóðkirkjunnar skrautritað ávarp, sem biskup fslands, dr. Ásmundur Guðmundsson sendi Kirkju- félaginu. Komst biskup svo að orði: Margt var það, sem kom útlendingsaugum mínum ein- kennilega fyrir sjónir á kirkjuþingi hinna vestrænu bræðra,. Einna helzt býst ég við, að það hafi verið peningahliðin. En er á leið, opnuðust augun einnig fyrir þessu og mér skildist nauðsyn þess fyrir þessa sjálfstæðu Kirkju að ræða einnig þau mál í einlægni og alvöru. Hinar einstöku kirkjur verða að sjálfsögðu að búa að eigin framlögum, en fá ei annars staðar frá. Grundvöllur þessara framlaga einstakl-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.