Sameiningin - 01.10.1955, Page 15
Sameiningin
37
með bænina. Það eitt, að samþykkja hana sem auðugustu
uppsprettu óþekktra afla í tilverunni, mun einskis megna
fyrir oss. Það er aðeins, er vér reynum trú vora í bæn, að
oss opinberast ný undur breytts og umskapaðs lífs. Líkt og
Kólumbus finnum vér ef til vill ekki það, sem vér leituðum
eftir, en það mun samt verða eitthvað enn undursamlegra.
Legg einnig á djúpið til að kanna Ritninguna, því að
hún geymir ómælanlega fjársjóðu. Mestu varðar, að þar
finnum vér Hann, sem réttilega hefur verið nefndur: Mestur
í heimi, og um Hann hefur þetta líka verið sagt: „Öllu her-
liði, sem fylkt hefur verið og flotum er fleytt var, þing-
heimum, sem á rökstóla settust, og konungar, sem ríkjum
hafa ráðið, hefur ekki öllum til samans tekizt að hafa svo
djúptæk áhrif á mannkynið sem líf þessa eina manns.“
Þegar þú hefur gjört þessa mestu uppgötvun lífs þíns
mun það hvetja þig til þess að leggja allt að mörkum til að
líkjast Kristi á allan hátt. Þér mun þykja miður, hversu
skammt þú áður náðir í lífi þínu og munt nú þrá þróttmikið
og einlægt starf á kristnum grundvelli. Lengur munt þú
ekki una því að þykja rétt vænt um vini þína heldur leitast
við að elska óvini þína. Fúslega muntu leggja lykkju á leið
þína og bjóða hina kinnina.. Þér mun ei lengur þykja nægi-
legt að gefa „afganginn" til kærleiksverka heldur munt þú
þrá að gefa allt, sem þú hefur: tíma þinn, gáfur og eigur í
þágu Drottins.
☆ ☆ ☆
Þú munt verða fús að koma til Hans hiklaust. Þú munt
vilja koma eins og þú ert í þeirri einu vissu, að Kristur dó
fyrir þig. Og engu mun það skipta hversu stormar kunna
að verða stríðir á lífsins sjó, kalli hans viltu hlýða og leggja
út á djúpið í krafti Heilags Anda.
☆ ☆ ☆
Þú þarft ekkert að óttast, vinur minn, ef þú ferð að
orðum Frelsarans, því að hann mun verða með í förinni
gegnum líf og dauða. Hönd hans mun verða á stjórnvölnum.
Og áttaviti hans eða leiðarvísir mun aldrei bregðast.