Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1955, Síða 17

Sameiningin - 01.10.1955, Síða 17
Sameiningin 39 Af systkinum Þorsteins er nú einn bróðir á lífi, Jón Magnús, bóndi í hinni fornu Brown-byggð við Morden, gildur bóndi og hinn merkasti maður, kvæntur Margréti Pálsdóttur ísakssonar og konu hans Sigríðar Eyjólfsdóttur, er bæði eru ættuð úr Árnessýslu. Látin eru: Anna Ingibjörg, Mrs. J. S. Gillis, d. 1927; Dr. Gísli Guð- mundur, Grand Forks, N. Dak., d. 1934; Oddný, d. 1949, í Brown P.O. byggð. — Á ungþroska árum sínum, og alla ævi, átti Þorsteinn mikla fræðslu- og menntalöngun, en kringumstæður öftruðu honum frá skólagöngu, utan þess að í tvo vetur stundaði hann verzlunarskólanám í Grand Forks. Fyrstu árin í Brown-byggðinni bjó hann með móður sinni og systkinum, er heima dvöldu. Árið 1909 keypti hann verzlun Jósteins Halldórssonar og starfrækti hana til ársins 1927. Samtímis hafði hann póstafgreiðslu með höndum í byggð sinni. Er hann hætti við verzlun hóf hann búskap á eignarjörð sinni og bjó þar til dauðadags. Árið 1916 kvæntist Þorsteinn Lovísu hjúkrunarkonu Jónsdóttur Þorlákssonar frá Stóru-Tjörnum í Suður-Þing- eyjarsýslu, bróður séra N. S. Thorlákssonar og þeirra systkina. Kona Jóns, en móðir Lovísu, var Petrína Guðna- dóttir Jónssonar, fædd að Arnarvatni í Mývatnssveit. Móðir Guðna var Sigríður Sigurðardóttir frá Gautlöndum. Petrína, móðir Lovísu, andaðist í Grand Forks, N. Dak., 9. jan. 1912, aðeins 46 ára að aldri. — Heimili Þorsteins og Lovísu mun ávallt hafa mátt telja félagslega miðstöð byggðarinnar. Þangað var gott að koma, góðar viðtökur, jafnt heimabyggðarfólki sem langferða- mönnum. Ættar- og ástvinatryggð hjónanna beggja var óvenjulega traust og fögur, svo fágætt má telja. Bæði voru þau leiðtogar og meginstoðir í félagslífi byggðar sinnar. Mér virðist vart ofmælt, að þau væru lífið og sálin í Guð- brandssöfnuði, þótt þau séu og hafi jafnan verið dyggir og trúir starfsmenn að verki. Sama má segja um starf þjóð- ræknisdeildarinnar í byggðinni, sem ávallt hefur verið fjörugt og lifandi. Hjónin bæði áttu yfir svo miklum hæfi- leikum að ráða: Lovísa frábæra sönghæfni og túlkun í tónlist, sem knýr fólk til að vera þátttakendur hvort heldur er í því að syngja hina dýrðlegu íslenzku sálma eða ætt-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.