Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1955, Page 18

Sameiningin - 01.10.1955, Page 18
40 Sameiningin jarðarljóð; samfara áhuga hennar og elsku til félagslegra mála. •— Fóstursonur Gíslason’s hjónanna er Lárus Sigurðsson, er þau tóku til fósturs 5 ára gamlan; mannvænlegur maður, kvæntur Elfrida Barke, er býr á næsta landi við fóstur- móður sína. Ungu hjónin eiga tvo sonu. — Þorsteinn Gíslason var í hópi ágætustu leikmanna- leiðtoga Kirkjufélags vors, af hinni eldri kynslóð. Hann átti yfir fjölhæfum gáfum að ráða, samfara glöggum skilningi, er jafnan reyndist affarasæll er til framkvæmda kom og leiðsögn í velferðarmálum umhverfis — og þjóðarbrotsins hér vestra. Yfirlætislaus og sönn trú mótaði framkomu hans alla, samfara drenglyndi, jafnt í einkalífi, sem félagslegri afstöðu. Hann átti glöggan skilning á réttri meðhöndlun mála á mannfundum. Þess vegna var hann svo affarasæll samverkamaður á kirkju- og þjóðræknisþingum og öðrum mannfundum. — Kýmnisgáfu átti hann í ríkulegum mæli, en beitti henni jafnan með stillingu og varúð. — Hann var hugljúfur félagi og samverkamaður, sem gott var að kynnast og ljúft að eiga samleið með; skapfestan mild og máttug. Ást hans á íslenzkum erfðum og íslenzku máli og órofa fastheldnir við hvort tveggja var byggð á djúpri aðdáun og næmum skilningi, er gekk tilbeiðslu næst. Hann var maður víðlesinn, átti ágætt bókasafn; mörg hugðarefni og var víða heima; minnið var staðgott og tryggt. Hann var einkar ljóðelskur og kunni ógrynni ljóða, jafnt enskra sem íslenzkra. Oft naut fólk þess, að hann las upp ljóð á mann- fundum utanbókar. f daglegu tali kryddaði hann oft ræðu sína með gullkornum úr fornmálinu — jafnt og úr ljóðum nútíðarskálda. Hann átti djúp ítök í sálum samferðamanna sinna sökum skilnings og innsýnis á duldum rökum í reynslu og lífi manna — lærisveins lunderni hans gerði honum ókleyft að ganga á hag annarra manna eða nota hin beittu brögð — sem of mjög tíðkast í viðskiptum og samlífi manna. Þorsteinn hafði verið heilsuveill í meira en tvö ár; naut hann þá sem ávallt frábærrar umönnunar Lovísu konu sinnar. Hann varð alvarlega veikur þremur vikum áður en hann dó. Hann andaðist á sjúkrahúsi í Morden þann 19. júlí. Útförin fór fram þann 22. s.m. Við útförina var lesið ávarp frá vini hins látna — og um langa hríð sóknarpresti og sam-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.