Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1955, Page 22

Sameiningin - 01.10.1955, Page 22
44 Sameiningin Úr ýmsum áttum Prestafélag hins Evangeliska Lúterska Kirkjufélags ís- lendinga í Vesturheimi efndi til kveðjusamkomu fyrir prestana séra Róbert Jack og frú og séra Harald S. Sigmar og konu hans, þ. 12. sept. í Winnipeg. Formaður félagsins, séra Bragi Friðriksson, bauð gesti og félagsmenn velkomna. Dr. Valdimar J. Eylands flutti ræðu og minntist starfs og dvalar þeirra prestanna beggja og árnaði þeim heilla og blessunar í framtíðarstöðu þeirra. Frú Ingibjörg Ólafsson frá Selkirk talaði til prestsfrúanna og þakkaði þeim ánægju- lega viðkynningu í hvívetna og bað þeim blessunar. Þá talaði einnig séra Stefán Guttormsson frá Cavalier fyrir minni þeirra kvenna, er samkomuna sóttu. Aðrir, sem tóku til máls voru: Prófessor Finnbogi Guðmundsson, Dr. Rúnólfur Marteinsson og síðan prestarnir, séra H. S. Sigmar og séra R. Jack, er báðir fluttu þakkarorð öllum viðstöddum fyrir kveldið og samstarf allt. Formaður flutti að lokum ávarp til hjónanna og afhenti þeim gjafir frá félaginu. Lauk samkomu þessari með bæn. Það er mál manna, að kveldið hafi verið um allt ánægjulegt. Séra Róbert Jack kom ásamt fjölskyldu sinni til Canada í nóvember 1953 og tók við þjónustu í Árborg-Riverton prestkallinu. Hann sótti s.l. sumar um Tjarnarprestakall í Vestur-Húnavatnssýslu og fékk lögmæta kosningu og hefur nú haldið áleiðis til íslands að nýju til að taka við embætti sínu. Séra Haraldur Steingrímur Sigmar hefur verið prestur Gimliprestakallsins nú um undanfarin rúmlega fjögur ár, og einnig verið um skeið ritari Kirkjufélagsins. Hann tók nýlega köllun frá lúterskum söfnuði í Kelso, Washington og og er fluttur þangað ásamt konu sinni og börnum. Samein- ingin óskar þessum prestum báðum og fjölskyldum þeirra alls góðs gengis og blessunar í hvívetna. ☆ ☆ ☆ Nýlega var settur inn í embætti sem prestur Mountain prestakallsins í North Dakota, séra ólafur Skúlason. Hann kom af íslandi s.l. vor og fékk í ágúst s.l eindóma köllun frá áðurnefndu prestakalli. Blaðið flytur séra Ólafi og konu hans, frú Ebbu Sigurðardóttur, einlægar hamingjuóskir.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.