Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1955, Síða 23

Sameiningin - 01.10.1955, Síða 23
Sameiningin 45 Biskup íslands, Dr. Ásmundur Guðmundsson, kom snemma í septembermánuði s.l heim frá því að sitja biskupa- fund Norðurlanda. Kirkjur Norðurlandanna auka nú stöðugt samtök sín og samvinnu og má alls góðs vænta af því. 1 undirbúningi eru nú mikil hátíðahöld í tilefni af 900 ára afmæli Skálholts að sumri. Sameiningin mun síðar birta fréttir af þeim málum. ☆ ☆ ☆ Meðlimatala kirkjunnar í Bandaríkjunum hefur aukizt um 32 miljónir á síðustu 15 árum, segir blaðið Christian Herald. ☆ ☆ ☆ Kommúnistastjórnin á Austur-Þýzkalandi bannar há- skólamönnum að ferðast í önnur lönd, jafnvel austan við „járntjaldið“, til guðfræðináms. ☆ ☆ ☆ Lúterskir Norðmenn í Bandaríkjunum hafa nú lagt niður trúboðsstarf á meðal Indíána í grennd við bæinn Wittenberg í Wisconsin. Þeir höfðu starfrækt þessa trúboðs- stöð í 70 ár. Trúboðsnefndin, sem þessu ræður, að kristnum söfnuðum sé skylt að annast gjörvallan lýð í þessu nágrenni, án tillits til hörundslitar eða efnahags. ☆ ☆ ☆ Glæpir virðast vera allmjög í rénun á Bretlandi um þessar mundir. Um áramótin voru yfir 23 þúsundir saka- manna í fangabúðum landsins; en í septembermánuði var talan komin niður í 21,200. Breytingin stafar af batnandi lífskjörum alþýðunnar, segja Bretar. En sá er hængur á þessari framför, að ungir lögbrjótar koma nú ekki lengur aðallega frá öreigalýð landsins, heldur úr miðstéttum og jafnvel frá heimilum „heldra“ fólksins. Eitthvað annað en örbirgðin ein veldur óhöppum í æskulífi nútímans. ☆ ☆ ☆ Kvikmyndin Martin Luther hefir nú verið til sýnis 4000 sinum og betur til, í Bandaríkjunum. Myndina sáu 20 miljónir manns. Auk þess hefir hún verið sýnd erlendis hjá 27 þjóðum; en bönnuð í fimm, þar sem kaþóiska kirkjan hafði yfirráðin. Myndin er nú til sölu (ekki til leigu) í 16 millimetra stærð. Ræmurnar geta menn keypt í bóka- eða kvikmyndaverzlunum kirkjudeildanna.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.