Sameiningin - 01.10.1955, Side 24
46
Sameiningin
Divorcees Anonymous heitir klúbbur í Presbytéra-
söfnuði vestur í Los Angeles. Hefir hann verið starfandi um
fimm ára skeið. Fólk, sem lent hefir í hjónaskilnaði, skipar
þennan félagsskap. Konur eru þar í meiri hluta að sögn.
Starfsemi félagsins er svipuð þeirri, sem Alcoholics
Anonimous hafa rækt á öðru sviði í mörg ár. Félagsmenn
leitast við að semja frið á milli hjóna, og njóta aðstoðar hjá
prestum, læknum og sálfræðingum, þegar þess virðist þörf.
Viðleitnin hefir haft allgóðan árangur.
Annar Presbytéra-söfnuður í borginni Portland í
Oregon hefir stofnað sams konar klúbb, með svipuðu mark-
miði, en undir öðru nafni.
☆ ☆ ☆
Biskupakirkjan í Bandaríkjunum háði ársþing sitt ná-
lægt miðjum september vestur í Honolulu á Hawaii-eyjum.
Áður var þingstaðurinn kjörinn í Houston suður í Texas.
En þeirri ákvörðun var breytt, og þó með ágreiningi, af því
að Texas, eins og Suðurríkin flest, bannar svertingjum
bekkjaneyti með hvítu fólki á þingum eða samkomum.
Allmikið var á þessu þingi rætt um að breyta nafni
kirkjuíélagsins. Það heitir fullu nafni Prolestant Episcopal
Church „Biskupakirkja Mótmælenda“. En margir félags-
menn halda því fram að þessi kirkjudeild, sem er grein af
ensku kirkjunni, sé í raun réttri kaþólsk, þótt móðurkirkjan
segði skilið við páfann fyrir 400 árum. — Ekki var þó
nafninu breytt að þessu sinni.
☆ ☆ ☆
Kaþólskur biskup, Alfonso Feroni, komst fyrir skömmu
inn í borgina Hong Kong úr höndum Kínastjórnar — mjög
aðfram kominn af harðrétti og meiðingum. Kommúnistar
höfðu veitt honum sinn alræmda heilaþvott, og líklega
sakað hann um njósnir, eins og þeim herrum er títt. Fyrst
eftir lausnina gat hann aðeins stunið upp orði og orði:
„Útvarp, kommúnista, lampaljós, hljómauki — dog og nótt.“
Hann hafði létzt um sextíu pund í fangavistinni.
„Ég lét mig aldrei,“ bætti hann við, eftir stundarhvíld.
„Ég á mínar hugsanir11, sagði ég, „og þið breytið þeim
aldrei“. Bolsar í Kína ofsækja nú kristna menn af alefli, og
ekki sízt þá sem kaþólskir eru, segir annar klerkur þeirrar
kirkju, nýkominn úr greipum kommúnista.