Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1955, Blaðsíða 25

Sameiningin - 01.10.1955, Blaðsíða 25
Sameiningin 47 Kirkjubyggingar hafa aukizt umvörpum í Vesturheimi á síðustu fimmtán árum ,og fara nú dagvaxandi. Á árunum 1920—30 vörðu Bandaríkjamenn nokkuð á aðra biljón dollara til kirkjusmíða. Það var hámarkið fram að þeim tíma. Á næsta áratug lá „kreppan“ í landi og tafði þetta starf eins og önnur. En eftir 1940 var svo tekið til óspiltra mála; og greiddu þá Bandaríkjamenn þrjár biljónir fyrir nýjar kirkjur. Og enn vaxa framlögin til þessa starfs. Áætlað er að á árunum 1950—60 verði smíðakostnað- urinn ekki milli en 7 biljónir. — Þessi nýju guðshús eru með ókenndu lagi mjög; og fremur ankannalegt virðist manni sumt af þeim byggingum. ■—G. G. ------------☆------------- Frá Seattle, Washington Góði vinur, hr. ritstjóri Lögbergs: Eftirfarandi lítið ljóð kom fyrst fram í huga mínum í íslenzka búningnum. En til þess að börnin mín sex, alin upp í algjörlega enskumælandi umhverfi, og tengdabörnin líka, gætu fyllilega notið þess, færði ég það einnig í enskan búning. Mér finnst það eigi, ef til vill, erindi til lesenda blaðs þíns á báðum málunum. Þess vegna býð ég þér það til birtingar á þann hátt í blaði þínu. Máske það geti túlkað tilfinningar og hugsanir margra annara foreldra, sem eru sams konar láni og blessunar aðnjótandi. ☆ ☆ ☆ BÖRNIN MÍN Fyrir blessað barnalánið, blíði Guð, sem gafstu mér, fyrir þeirra ást og aðstoð önd mín þakkir tjáir þér; fyrir trúarblysið blíða, bjart er skín í þeirra sál; fyrir heilög áhrif Andans alt sem helgar líf og mál.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.