Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.10.1955, Side 27

Sameiningin - 01.10.1955, Side 27
Sameiningin 49 Bækur og rit Árið 1952 kom út í Reykjavík bók eftir prófessor Ásmund Guðmundsson, núverandi biskup íslands, er hann nefndi Ævi Jesú. Það er ekki ætlunin hér að rita ýtarlega um bók þessa, því að svo hefur þegar verið gjört á ýmsum stöðum áður. Sameiningin vill samt geta hennar nú, því að hún er til sölu í Winnipeg hjá Dr. Valdimar J. Eylands og kostar fjóra dollara. Höfundurinn, Dr. Ásmundur Guðmundsson, er þegar svo kunnur íslendingum, að engin þörf er á því að kynna hann lesendum blaðsins. Um aldarfjórðungsskeið var hann kennari við Guðfræðideild Háskóla íslands og mun mikill hluti hinna yngri presta á íslandi vera í hópi nemenda hans. Margt hefur hann ritað um guðfræðileg efni, enda er hann afkastamikill með afbrigðum. Ávöxtur starfs hans og kóróna er bókin Ævi Jesú, enda segir höfundur í formála sínum fyrir bókinni: Um aldafjórðung hefir ævistarf mitt verið það að stunda þessi helgu fræði, og verður nú það, sem ég rita á því reist. Að því má ef til vill kalla þessa bók vísinda- rit. En það er þó engan veginn ætlun mín að semja hana aðeins fyrir nokkra lærða guðfræðinga, heldur fyrir alla þjóðina, að svo miklu leyti sem hún vill fræðast af henni og kann að hafa hennar not“. Það má telja einn mesta kost bókarinnar, hversu ágætlega höfundinum hefur tekizt ein- mitt þetta, því að bókin er afburða vel rituð og læsileg hverjum manni, ungum sem öldnum. Var þar og bætt úr brýnni þörf í íslenzkum bókmenntum. Ást höfundar á við- fangsefninu er einlæg og auðséð, og greinilega veitir les- andinn því athygli, hversu ríkulega höfundur vill vegsama líf, starf og orð J'esú Krists. Frásögnin nær hámarki í kafl- anum: Hann er upprisinn. Og einnig þykir mér sá þátturinn fegurstur í bókinni allri. Hiklaust er mælt með þessari bók, enda hafa viðtökur þær sem hún hefur þengar fengið verið ágætar. —B. F. ☆ ☆ ☆ Heljur á dauðastund Höfundur er Dagfinn Hauge, fangelsisprestur í Noregi á stríðsárunum. Bókin er þýdd á íslenzku af Ástráði Sigur-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.