Sameiningin - 01.10.1955, Side 29
Sameiningin
51
alltaf hugsað sem svo, að ég hlyti að verða brjálaður, ef
hann yrði kveðinn upp yfir mér. En nú finn ég, að þetta er
allt öðruvísi en maður hefur hugsað sér“.
Þeir voru ekki hræddir við dauðann. Olsson sagði:
„Engin ógæfa.hefur hent mig. Þetta er mér lausn úr ánauð“.
Karluf Böe sagði: „Mér finnst ég vera að fara í ferða-
lag. Ég er að flytja þangað, sem miklu miklu betra er að
vera“.
Hoseth sagði: „Ég er ekki hræddur við það sem á að
verða . . . . nú er ég öruggur.“
Oftedahl var að tala um hatur og hefnd og hélt svo
áfram: „Ég get sjálfur fyrirgefið öllum — líka honum, sem
kom upp um okkur“.
„Þú veizt, að við biðjum sjálfir Guð um fyrirgefningu;
þess vegna verðum við að vera fúsir til að fyrirgefa öðrum
þá smámuni, sem þeir hafa gjört okkur.
Svo sannarlega kallaði hann þetta smámuni. Þannig
lítur það út í birtu eilífðarinnar.“
☆ ☆ ☆
Þjóðleiðin iil hamingju og heilla
Höfundur er Árni Árnason, héraðslæknir á Akranesi.
Bókin er gefin út af Bókaútgáfunni Norðra 1948, (214 bls.)
„Þetta er merkileg bók og athyglisverð. Hún er þrungin
af margvíslegum fróðleik, djúpsæju mannviti og skarplegum
athugunum. Og það er harla óvænt fyrirbrigði og sjaldgæft
hér á landi, á þessum tímum, að sjá jafn skeleggjað innlegg
í trúmál og kristinsdómsmál frá leikmanni í þeim
fræðum . . .
Það er því gleðilega hressandi að lesa frábærlega at-
hyglisverða bók, sem rituð er af jafn djúpsæjum skilningi
og sannfæringarkrafti og bók Árna læknis Árnasonar.
Málafærsla höfundar er hógvær og rökföst, en þó einmitt
þess vegna skelegg með afbrigðum. Hún er ómótstæðilega
sannfærandi, en þó algjörlega laus við áróður allan og
ofstæki, sem iðulega vill brenna við í áhugamálum, sem um
er deilt. Það er því nýstárlegt að lesa jafn bersögla mála-
færslu, en þó í fyllsta máta sanngjarna í garð andstæðinga
út í yztu æsar, svo að hvergi skeikar.“
Formálinn vekur eftirtekt og sterka löngun til að eignast
og lesa bókina. Hún á sérstakt erindi inn á hvert heimili.