Sameiningin - 01.10.1955, Qupperneq 30
52
Sameiningin
Bókin er tilraun að bera saman kristna trú og þekkingu
vorra tíma. Henni er skipt í XI kafla.
I. kafli, Inngangur.
II. og III. kafli, Yfirlit yfir grundvallaratriði.
IV. kafli, „Sent augum yfir menningu vorra ára og
bent á að henni hefur ekki tekizt að skapa betri menn og
meiri hamingju“.
í V. kafla, „er að því vikið hverjar séu orskari þessara
mistaka, og að siðgæðisgrundvöllur efnishyggjunnar er ekki
nógu traustur“.
I VI. kafla, er vikið að kristindóminum: mótbárur og
efnishyggja.
í næstu þremur köflunum (VII.—IX.) er Guðstrú og
eilífðartrú tekin til athugunar. í seinustu tveimur köflunum
er talað um gildi kristindómsins.
Ég hef nefnt hér tvær góðar bækur, aðallega vitnað í
bækurnar og umsögn annara. Má vera að þetta verði ein-
hverjum leiðarvísir til góðs. — Jóhann Fredrilcsson
☆ ☆ ☆
Sieínur og siraumar í krisini vorra iíma
Saga kristninnar síðan kirkjufélagið okkar var stofnað
fyrir sjötíu árum hefir verið nokkuð viðburðarík og breyti-
leg. Öldur hafa risið og fallið ,stefnur komið úr ýmsum
áttum og farið leiðar sinnar. Sumt af því hefir gengið í
garð hjá okkur íslendingum; margt annað hefir farið fram
hjá; en öll sagan er vel þess verð að hennar sé getið með
nokkrum orðum í Sameiningunni.
Svo stendur á, að ég hefi einmitt á þessum síðustu
vikum verið að lesa tvær bækur, sem fjalla um þetta efni.
Höfundarnir rekja gang þeirra mála frá sínu sjónarmiði
hvor; annar ræðir um guðfræðistefnur, en hinn um afstöðu
kirkjunnar við aldarhátt og þjóðlíf hér í Vesturheimi frá
byrjun nítjándu aldar og fram til þessa dags.
Guðfræðiritið er alveg nýtt af nálinni, og heitir: A
Layman's Guide to Proiestant Theology (Leiðarvísir leik-
manns í guðfræði Mótmælenda“). Höfundurinn er guð-
fræðingur, en bókin er ætluð leikmönnum. Efnið er gjört
sem auðveldast, en leggur þó út á djúpið, þegar þess þarf
við. Kennimenn geta lesið þessa bók sér til gagns ekki
síður en alþýðan.