Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1956, Blaðsíða 17

Sameiningin - 01.12.1956, Blaðsíða 17
Sameiningin 63 Eleanor Stefánsson Day, Mrs. Ninna Stevens og Mrs. Kimball. Við höfum ávalt getað mætt öllum útgjöldum í tæka tíð. Söfnuðurinn er nú aftur fjárhagslega sjálfstæður. Yfirleitt hafa prestarnir reynzt vel í starfi sínu. Þeir hafa oft unnið mikið fyrir lítil laun. Blaine-söfnuður er þeim þakklátur fyrir allt það, sem þeir hafa lagt á sig okkar vegna. ________________•_________________ Úr ýmsum áttum Árás Rússa á Ungverjaland hefir vakið kirkjunnar menn í flestum löndum til öflugra mótmæla. Páfinn gekk manna fyrstur fram fyrir skjöldu í útvarpsræðu, sem hlustað var á, að sögn, með athygli báðu megin járntjaldsins, þar sem hann lýsti því yfir að kristnum mönnum í öllum löndum bæri skylda til þess að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að venda heiður og frelsi Ungverja. „Of miklu blóði hefir verið úthellt að ástæðulausu,“ sagði páfinn. „Hinn veiki þráður, sem gaf von um að sameina þjóðirnar og gaf óró- legum sálum nokkurt öryggi, virðist nú um það bil slitinn. Geta menn sagt að sér komi það ekkert við að heil þjóð er gerð að ánauðugum þrælum? Látum allt annað liggja á milli hluta í bili! Einbeinum huganum að þessu. Ef þær þjóðir, sem elska frelsi og frið, samstilla nú hugi sína og taka höndum saman, er ekki óhugsandi að þeir sem ganga í ber- högg við almenn mannréttindi hugsi sig betur um, áður en lengra er haldið.“ Kirkjuleiðtogar af öllum flokkum virtust samþykkir þessum ummælum Rómarbiskups. Alheims kirkjuráðið í Genf lýsti hryggð sinni yfir þessum aðförum; skeyti var sent til ríkiskirkjunnar Rússnesku og hún beðin að reyna að afstýra frekari blóðsúthellingum. Ummæli Stefáns kardínála Wyszynsky, sem fyrir aðeins tveimur vikum hafði sloppið úr margra ára fangavist hjá Rússum, vöktu mikla athygli. Hann minntist ekki beinum orðurn á ástandið í Ungverjalandi, en sagði á þessa leið, m. a.: Við vorum ákaflega upp með okkur af tuttugustu öldinni, en þó hefir fyrri helmingur hennar reynzt svo blóði

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.