Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1956, Blaðsíða 23

Sameiningin - 01.12.1956, Blaðsíða 23
Sameiningin 69 gjofum okkar, sem sækjum þetta kirkjuþing, kveðjur og blessunaróskir frá Fyrsta lúterska söfnuði í Winnipeg. Við, Winnipegbúar, höfum sérstakan áhuga fyrir þessum söfnuði og kirkju ykkar hér. Margir ykkar voruð fyrr meir meðlimir Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg, og við minnumst þess einnig, er prestur ykkar þjónaði hjá okkur árlangt fyrir nokkru síðan. Persónulega á ég margar ánægju- legar endurminningar frá viðkynningu minni við séra Eirík og fjölskyldu hans, og mér þykir vænt um að geta sagt að mnátta okkar hefir farið vaxandi með árunum. Ég vil nota þetta tækifæri til að óska ykkur og presti ykkar til hamingju með það mikla þrekvirki, sem þið hafið leyst af hendi, með byggingu þessarar glæsilegu kirkju. Er hér um afrek að ræða, sem þið megið vera stolt af; og á þessari merku hátíð safnaðarins hefir Fyrsti lúterski söfn- uður í Winnipeg falið mér að færa yður þessa Biblíu að gjöf. Áletrunin á forsíðu bókarinnar er sem hér segir: „Gjöf frá Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg til íslenzku lútersku kirkjunnar í Vancouver, í tilefni af vígslu kirkj- unnar 8. júlí 1956.“ _______________©_______________ Ljósastjakar gefnir Vancouver kirkju 5. september s.l. afhenti Mrs. E. A. Nygaard, forseti kvenfélagsins í íslenzka söfnuðinum í Vancouver (W. A.) presti safnaðarins, séra Eiríki, og forseta hans, Hálfdáni ræðismanni Thorlaksson mjög vandaða og fagra kertastjaka í heiðursskyni við séra Rúnólf Marteinsson og frú Ingunni. Fórust frú Nygaard orð á þessa leið við það tækifæri: „Dr. Rúnólfur Marteinsson myndaði íslenzka lúterska söfnuðinn hér í Vancouver í marzmánuði 1944. Seint í ágúst- mánuði það ár var kvenfélagið stofnað, og var frú Ingunn Marteinsson kosin heiðursforseti þess. 1 fyrsta fundargjörn- ingi félagsins, frá 9. maí 1945 stendur þetta skráð. „Forseti tilkynnti að þetta yrði síðasti fundurinn, sem Mrs. Marteins- son yrði viðstödd, áður en þau hjón flytjast til Winnipeg.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.