Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1959, Qupperneq 5

Sameiningin - 01.03.1959, Qupperneq 5
Sameiningin 3 en elska þó, hann, sem þeir hafa ekki fyrir augum, en trúa samt á, hann, sem fær hjörtun til að brenna og hvorttveggja er hrópað til: „Far frá mér, herra, því að ég er maður syndugur,“ og: „Herra, til hvers ættum vér að fara? Þú hefir orð eilífs lífs, og vér höfum trúað og vitum, hver þú ert: Hinn heilagi Guðs.“ Hann býður oss að sækja fram jafnt þjóðum heims sem einstaklingum yfir brúna en reisa oss ekki fastan bústað á henni. Um 19 aldir hefur mannkyninu verið flutt fagnaðar- erindi hans: Allt er frá Guði, fyrir hann og til hans. Gjörvallt mann- kynið er ein fjölskylda, sem á Guð að föður, og hver manns- sál er meira virði en öll dýrð hins ytra sýnilega heims. Það er frá kærleik runnið og til kærleiks skal það aftur hverfa. Halt öruggt mannkyn áfram þinni ferð, því eilíft líf í hjartanu þú berð. En í stað þess að keppa fram í krafti kenningar hans hefir mannkynið breytt gegn varnaðarorðum hans. Ein þjóðin af annari hefir ruðzt fram til þess að reisa sér fastan bústað á brúnni, grundvallaðan á sjálfselsku og þeim auði ,sem mölur og ryð grandar og er valtastur vina. Ríki þessa heims hafa risið hvert af öðru, rakað að sér jarðargæðum, eignum og völdum, lagt undir sig lönd og þjóðir, gnæft drembilega um skeið og tignað skepnuna í stað skaparans, en síðan aftur hrunið í rúst. Og svo er það enn í dag. Engin kynslóð hefir séð það skýrar en vor, sem lifað hefir tvær heimsstyrjaldir og eftir það hið kalda stríð tortryggni og haturs og horft á steypiregnið koma og beljandi læki og storma blása og skella á húsinu og það falla og fall þess verða mikið. Véla-„menningunni“ hefir gleymzt mannssálin sjálf, gildi hennar og frelsi — og þroski hennar orðið langt á eftir. Einhliða tækniþróun er metin mest, og henni fleygir fram, en hættan vofir yfir, að sam- vizka og sannfæring verði hungurmorða. Og nú er svo komið, að mannkynið stendur á öndinni af ótta við eigið hrun — að það taki sér sjálft sína eigin gröf og líði undir lok. En hvað um vora litlu þjóð?

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.