Sameiningin - 01.03.1959, Page 7
Sameiningin
5
Ó, Guð vors lands, ó, lands vors Guð,
vér lifum sem blaktandi, blaktandi strá;
vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf,
sem að lyftir oss duftinu frá.
:/: íslands þúsund ár :/:
verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár,
sem þroskast á guðsríkis braut.
En hvernig má það verða?
Hvernig getur slík þjóðarvakning orðið í raun og sann-
leika?
Fyrst svo, að hver, sem hennar beiðist, biðji þess, að
hún megi verða í hans eigin hjarta.
En jafnframt er þörf öflugra samtaka um þjóðarupp-
eldið — uppeldi æskulýðsins til kristinnar trúar og siðgæðis.
Því að kristindómurinn berst ekki eins og dautt erfðagóss
frá einni kynslóð til annarrar, heldur þarf kristin ávallt að
nema land með hverri nýrri kynslóð. Og um það landnám
verður að fara eldi hans, sem lætur hjörtun brenna í návist
sinni.
Ég óttast það, að slaknað hafi á þjóðaruppeldinu að
þessu leyti. Það hefir myndazt tóm í þjóðarsálinni, er fyllast
þarf kristnu trúarlífi.
Vér verðum að sameinast hin eldri til verndar og
styrktar æskunni, sem á að erfa landið, leiða hana með lífi
og starfi til hans, er bendir oss að sækja fram hærra og
hærra. Hvorki heimili, skóli né kirkja má láta sinn hlut
eftir liggja. Samstarf þessara þriggja aðila er brýnust
nauðsyn. Þá nægir, því að við gott uppeldi barna er einnig
tengt dýrlegasta fyrirheit fyrir hina eldri, sem að því
standa: Um leið og vér leitumst við að efla sálarþroska
barnanna og leiða þau á Guðs vegum, þá ala þau oss upp til
guðsríkis.
Hversu dýrlegt er hlutverk foreldranna og heimilanna.
Þeim er trúað fyrir barnssáþ sem er heilög — sem er bæn
um betri heim, og innsta og dýpsta þrá hennar þrá til Guðs.
Um hana þarf að leika andrúmsloft trúarinnar og kær-
leikans, fyrirbænanna og hrein leikans — allt frá fæðingu,
já, fyr en það. Skírnarboði frelsarans fylgir annað boðorð
um það að leyfa börnunum að koma til hans, gjöra þau að