Sameiningin - 01.03.1959, Qupperneq 9
Sameiningin
7
lífsþrótti og fjölbreytni og hreyfingin, sem nú er vakin í þá
átt, eflast og blómgast. Einkum er mikils um vert, að
fermingarundirbúningur barnanna verði sem mestur og
beztur og meginþáttur í starfi prestanna, unz hámarki er
náð við ferminguna í kirkjunni og altarisgönguna, einna
fegurstu og tilkomumestu og dýrlegustu hátíðina, sem lífið á.
Aldrei hefir æskuskari íslands verið fríðari né glæsi-
legri en nú, aldrei betur gefin andlega né líkamlega. Hver
getur gleymt honum, er hann gengur innar í hvítum skrúða
sakleysisins og hreinleikans, játar fylgd við frelsarann,
krýpur og þiggur blessun hans. — Og þó vofir yfir honum
á næstu árum hætta ótal freistinga og jafnvel sú, að hann
gleymi um stund Guði sínum og reisi sér bústað á brúnni,
eins og lögmál lífsins væri aðeins þetta: Af jörðu ert þú
kominn. Að jörðu skalt þú aftur verða. Já,
þótt hefji loks alla Guðs hjálparkraftur,
er hægara að falla en rísa upp aftur.
Það, sem bjargar á þessum árum, er veganestið að
heiman, helgað af góðum foreldrum, kennurum og presti.
Sá arfur mun duga til fullorðinsáranna og stofnunar nýjum
heimilum.
Þá mun þjóðin í heild finna sjálfa sig og það sannast, að
fyrir andans framför eina
fólksins hönd er sterk.
Þá mun þjóðin keppa fram að vilja hans, sem er vegur-
inn, sannleikurinn og lífið. Þá verða komandi ár oss gæfuár
og blessunar. Þá verður þjóðin Guðs þjóð.
--------0--------
En Jesús segir þessi orð einnig við oss hvert um sig,
alveg eins og lærisveinana forðum: Veröldin er brú, far
yfir hana, en reis þér ekki bústað á henni.
Þetta er heilræðið, sem hann gefur oss á morgni nýja
ársins.
Fer yður ekki líkt og' mér, er þér lítið til baka? Finnst
yður ekki lífið hafa verið ferð? Margt hefir þar verið veikt
og mjög ófullkomið. En þegar vér lítum yfir þær stundir,
sem hugur vor hefir komizt hæst og vér fundið það, sem
vér eigum sannast og bezt — þegar vér höfum virt það fyrir
oss, sem vér getum talið hæstu tindana í lífi voru, þá er oss