Sameiningin - 01.03.1959, Blaðsíða 12
10
Sameiningin
Ástin til Islands og trúin á framtíð þess er ofarlega í
þessari bók hvar sem upp er slegið. Tvö vers á bls. 65 slá á
þennan streng:
Töfraland með tindafjöll,
tún og' græna hjalla,
berjalautir, blómahöll,
björg og klettastalla. —
Þú, sem heiðaörmum í
okkur fóstrað hefur
og í faðmlög funahlý
framtíðina vefur.
Undrafrón með ógnarbál
undir jökulhæðum,
mitt í köldum úthafsál
ótal búið gæðum.
Þó að ferleg feigðarráð
frelsið rækju úr landi,
aldrei varð samt vargabráð
vorfrjáls þjóðarandi.
I bókinni eru rúmlega áttatíu kvæði, flest fjalla þau um
landhætti, veðurfar og gróður á íslandi. Á fyrstu blaðsíðu
er svohljóðandi sonnetta:
Tveggja folda mold hefir mótað
minnar æfi starf.
Önnur goð hef ég aldrei blótað
ei við stærri málum rótað.
Börn mín hljóta engan arf
annan en þetta moldarstarf.
Þú veizt hvernig það var mótað,
því hafa margoft stormar hótað,
þegar sól í sorta hvarf.
Eigðu minni um marga daga,
minni um tún og græna haga.
Eigðu minni um stríð og starf.
Það er öll mín æfisaga.