Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1959, Qupperneq 18

Sameiningin - 01.03.1959, Qupperneq 18
16 Sameiningin Heimsþing páfakirkjunnar Jóhannes 23. Rómarbiskup virðist láta töluvert til sín taka, þótt gamall sé. Nýlega lýsti hann því yfir á kardínála- fundi í Róm, að hann hefði í hyggju að kveða saman 21 allsherjar heimsþing kaþólsku kirkjunnar, þ. e. a. s. hinna andlegu embættismanna hennar, því að á slíkum þingum koma leikmenn lítt við sögu. Gert er ráð fyrir að þetta þing komi saman árið 1961, og er ekki ólíklegt að það verði merkisviðburður í sögu þessarar miklu kirkjudeildar. Aðaltilgangurinn með þessu fyrirhugaða þingi mun vera mjög svipaður og síðast, eða svo kemst páfinn að orði, að hann vilji „bjóða hinum tvístruðu trúarbragðafélögum að leita þeirrar einingar, sem svo margir góðir menn þrá víðs- vegar um heim. Vér bjóðum þeim að koma heim til hins sameiginlega föður . . .“ Einkum er talið að þessum orðum muni beint til grísk-kaþólsku kirkjunnar. En í fyrstu páfa- ræðu sinni lagði Jóhannes páfi mikla áherzlu á vináttu við þessa kirkjudeild. Fyrr á öldum var austurkirkjan nærri jafnvoldug hinni vestrænu systur sinni, en leiðir skildi vegna ólíkrar túlkunar á trúarsetningum, og mismunandi stj órnmálaviðhorf i. Talsmaður Vatikansins staðhæfði nýlega, að s.l. hundrað ár hefði aldrei verið eins gott tækifæri og nú til að koma á fullum sættum milli austur og vestur kirkjunnar. Ein ástæðan til þess er talið að muni vera stuðningur sá sem páfakirkjan veitir hinni „ortodoxu“ systur sinni í baráttunni við rússneska ríkisvaldið. En ekki telja fróðir menn nein líkindi til að um samruna þessara kirkna geti verið að ræða, eins lengi og páfakirkjan heldur fram þeirri meginkenning sinni, að biskup hennar sé hinn eini rétti forstöðumaður kristninnar á jörðinni, eftirmaður Péturs postula, stað- göngumaður Jesú Krists o. s. frv. Eins og drepið var á hér að framan höfnuðu mótmæl- endakirkjurnar tilboðinu um að sækja Vatikanþingið 1870, og sömu ástæður til synjunar eru enn fyrir hendi, krafan um hið óskoraða drottinvald Rómarbiskups. Er svo að sjá af blöðum að undirtektir mótmælenda í sambandi við þetta heimsþing kaþólskra, séu fremur daufar.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.