Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1945, Page 5

Sameiningin - 01.04.1945, Page 5
69 Hinn óhjákvœmilegi kross Textinn er í Hebrea bréfinu 12. k. 2. v. “Beinum sjónum vorum til Jesú, höfundar og fullkomnara trúarinnar, til hans er i stað gleði þeirrar, er hann átti kost á, leið þolinmóðlega á Krossi .. . Heb. 12—2. Kæru Kristnu vinir: Fastan er nýlega byrjuð. Það er kunnara, en frá þurfi að segja að ýmsar stórar greinar af hinni evangelísku kristnu kirkju, hafa fegið föstunni mjög lítinn gaum á liðnum tímum. Fastan hefir byrjað og endað án þess að mikið væri eftir því tekið af umræddum kirkjum Þær þrjár evangelísku kirkjur, sem mest hafa gefið gaum að föstunni eru, að því er eg bezt þekki til, Kaþólska kirkjan, Biskupa kirkjan enska og Lúterska kirkjan. Sumum finst ef til vill að naumast beri að telja Lútersku kirkjuna hér með. Og það má kannske til sanns- vegar færast, snertandi sumar greinar hennar. En yfir það heila tekið tel eg að það megi með fylsta rétti segja að Lúterska kirkjan gefi fullan gaum að föstunni og erindi hennar. Minnist eg þess nú að forseti Sameinuðu Lútersku Kirkjunnar í Ameríku, Dr. Franklin Clark Fry, hefir sent einskonar hirðisbréf til allra presta þeirrar deildar, til að minna þá á blessun föstunnar, ef henni sé réttur gaumur gefinn, þar biður hann þá að notfæra sér nú föstutíðina til sem allra mestrar andlegrar uppskeru. í þessu hirðisbréfi segir sá glæsilegi kirkjuhöfðingi þetta meðal annars. “Eg vil minna yður á velþektan texta, sem um má segja að af honum hrökkvi neistar: “Því að kærleiki Krists knýr oss” (2. íor. 14). “Það er bæn mín,” bætir hann við, “að þessi orð megi ríkja í hjörtum vor allra á föstunni.” Fyrir nokkrum árum varð sú breyting á þeim kirkjum sem höfðu gefið föstunni minstan gaum, að þær fóru að hneigja hug sinn og hjarta að föstunni og erindi hennar til kristinna manna. Afleiðingin var sú að prestar í þeim

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.