Sameiningin - 01.04.1945, Síða 13
77
utanríkismálaráðuneytisins í Reykjavík. Þegar Þjóðverjar
gerðu innrás í Danmörku, 10. apríl 1940, varð Danmörku
ómögulegt að standa við þennan samning, og öllum sam-
böndum milli landanna var slitið. Þann sama dag ákvað
Alþingi Islands að taka utanríkismálin í sínar hendur, og
að stjórnarráðið skyldi fara með konungsvaldið fyrst um
sinn. Þetta fyrirkomulag hélst unz Alþingi ákvað að kjósa
ríkisstjóra, er fara skyldi með vald konungs. Var Sveinn
Björnsson, fyrrum sendiherra íslands í Danmörku fyrstur
kosinn ríkisstjóri.
17. maí 1941 gerði Alþingi enn tvær formlegar yfir-
lýsingar. Sú fyrri tekur það fram að þar sem Danmörk geti
ekki aðstöðu sinnar vegna staðið við gjörða samninga frá
árinu 1918 þá teldi þingið sig hafa full réttindi til að slíta
sambandnu milli landanna, og að ísland muni ekki endur-
nýja samninginn frá 1918 þegar hann sé útrunninn. Síðari
yfirlýsingin var þess efnis að Island ætli að stofna lyðveldi
þegar sambandinu við Danmörku sé slitið, en þau sambands-
slit ákvað þingið að skyldu fara fram í dag, 17. júní 1944.
10. maí 1940, gekk brezkur her á land í Reykjavik.
íslendingar mótmæltu hernáminu og lögðu áherzlu á hlut-
leysi þjóðarinnar. Yfirmenn brezka hersins lýstu því yfir
að þeir hefðu komið til þess að vernda ísland gegn innrás
frá Þjóðverjum, hétu því að herinn skyldi látinn burtu
fara úr landinu strax og kringumstæður leyfðu, og hétu
því ennfremur að láta stjórn landsins heima fyrir afskipta-
lausa.
Rúmlega ári síðar, eða í júlí, komu hermenn frá Banda-
ríkjunum til að leysa þá brezku af hólmi við landvarnir á
íslandi. Þessi ráðstöfun var gerð samkvæmt samningi milli
Roosevelt forseta Bandaríkjanna, og forsætisráðherra ís-
lands. Samningurinn tók því fram, að
1) Bandaríkin lofuðu að fara með allan her sinn úr
landinu strax að stríðinu loknu.
2) Bandaríkin viðurkenna fullveldi og sjálfsforræði ís-
lands.
3) Bandaríkin lofa að láta stjórn íslands afskiptalausa,
bæði á meðan á hernáminu stendur, og síðar.
Dr. Helgi Briem, aðalræðismaður Islands í New York,
segir, samkvæmt Time 5. júní, s. 1. “ísland er ekki hernumið
og hefir aldrei verið það. ísland bað um og fékk hervernd
gegn yfirvofandi árás frá Þýzkalandi. Mismunurinn er þessi.