Sameiningin - 01.04.1945, Síða 14
78
Er um hernám ræðir, hefir ríkið sem hernámið fremur af-
skipti af stjórn hins hernumda lands. Amerísku hersveitirnar
á íslandi hafa gætt þess mjög vandlega að blanda sér ekki
inn í innanríkismál íslands; íslendingar hafa haldið áfram
stjórn landsins eins og áður.”
Samtök íslendinga í þessu mesta velferðamáli þjóðarinn-
ar spá góðu um framtíðina ef slík samtök og eining fá að
ráða gerðum manna framvegis. Undirbúningur málsins var
mikill, og þátttakan í atkvæðagreiðslunni einstæð í sögu
þjóðarinnar. Nálega 98 af hundraði allra kosningabærra
manna í landinu greiddu atkvæði, og aðeins fáeinir menn
vildu enn halda við sambandinu við Danmörku.
Vér íslendingar vestan hafs fögnum þessum málalokum
og samgleðjumst stofnþjóðinni af öllu hjarta. Vér höfum
einnig þá tilfinningu, þrátt fyrir andstæða skoðun sem lengi
mun hafa ríkt heima á íslandi að vér höfum einnig stuðlað
nokkuð að þessum úrslitum í hinni löngu frelsisbaráttu
bræðra vorra heima. Leiðtogar þjóðarinnar á öldinni sem
leið kunnu eðlilega illa hinum mikla útflutningi fólksins
vestur um haf, sem í sumum sveitum horfði mjög alvarlega
við frá sjónarmiði þeirra er eftir voru. Þetta fólk stökk
ekki yfirleitt úr landi vegna ónytjungsskapar eða af æfin-
týraþrá, heldur af því að því fanst þröngt um sig, og vildi
leita nýrra tækifæra og hagstæðari lífskjara. Þetta, út af
fyrir sig, mun hafa orðið forráðamönnum landsins alvar-
leg hugvekja, og hvöt til að reyna að bæta kringumstæður
fólks, svo það tyldi í landinu. En eftir því sem útflutningur
óx, og nýlendurnar hér vestra færðust íaukana að fjölmenni
og hagsæld, fóru nýjar raddir um frelsi, framfarir og vel-
megun ’að berast heim, bæði í einkabréfum og í vestur-
íslenzku blöðunum. Það voru raddir fullhuga sem ólu stóra
drauma, og frjálsra manna sem áttu sér bjartar vonir. Og
þessir menn voru oft þeir hinir sömu sem heima höfðu
legið við sveit. Það gat ekki hjá því farið að svo skvndileg
umskipti á lífskjörum og framtíðarhorfum vekti mikla
athygli víðsvegar um sveitir íslands. Þar við bættist einnig
að djarfir leiðtogar komu fram hér vestra. Það voru menn
sem stóðu á nýjum sjónarhól, og horfðu skygnum augum
kringum sig, túlkuðu skoðanir sínar afdráttarlaust hver
sem í hlut átti. Stundum voru raddir þessara manna ásak-
andi en æfinlega örvandi, og þrungnar áhuga fyrir velferð
íslands. Það er maklegt að vér minnumst þess að enginn