Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1938, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.01.1938, Blaðsíða 13
11 Þá byrjuðu blessuð jólin, syngur hann. En svo sér hann líka mömmu sína “mjúklega strjúka drifhvítt lín’’ og breiða á borðið og bera á það jólaréttina. En á meðan— “Svo steig eg ineð kertið mitt stokkinn við og starði í ljósið við mömmu hlið; hún var að segja okkur sögur ai' fæðingu góða frelsarans, um fögru stjörnuna og æsku hans, og frásögnin var svo fögur. Svo las hann faðir minn lesturinn, og langþreytti raunasvipurinn á honum varð hýrri og fegri. Mér fanst sem birti yfir brúnum hans við boðskapinn mikla kærleikans. af hugblíðu hjartanlegri. Og svo finnur skáldið friðaryl streyma um sig sein aldrei áður og sjaldan síðar. Og þá: “Bjartari og fegri varð baðstofan, og betur eg aldrei til þess fann, hve börn eiga gleðidag blíðan.” En meðan hann er í þessari leiðslu endurminninganna, heyr- ir hann kirkjuklukkunni hringt og: “Um hvelfingu hljóðöldur streyma. Eg hrekk við — mig er að dreyma. Eg var á jólunum heima.” Þangað er ljúft minni þrá að sveima: Þar á eg heima!” Hann segist sjálfur hafa glatað “jólakertinu” sínu: “Eg reikaði um efans ólguhöf og áttir ei sá né daginn, því kertinu’, er var mín vöggugjöf eg varpaði út í sæinn.” Og hve margir hai'a ekki gert það — varpað “jólakertinu” sínu, jólatrúnni sinni og jólaljósinu burt, sein barnaglingri, sem þeir þóttust vera vaxnir upp úr. En svo hefir mörgum hverjum fundist, að þeir hafi ekki glatað neinu, heldur grætt á því að glata jólaljósinu —hafi einmitt fyrir það eignast meira ljós. Svona getur mönnum missýnst, svona látið glap-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.